Fréttir

Afmælismóti SFÍ í Tungudal lokið

25. mars 2024 SFI
Flatameistarar í 12-13 ára flokki; Barri og Eyrún Hekla
Flatameistarar í 12-13 ára flokki; Barri og Eyrún Hekla
1 af 3

Bikarmóti unglinga í alpagreinum sem haldið var í Tungudal lauk í dag þegar keppt var í stórsvigi. Aðstæður til keppni voru með besta móti, kalt og sólarglennur á harðpökkuðum snjó. Að keppni lokinni hjá hvorum flokki var verðlaunaafhending, helstu úrslit voru þessi:

12-13 drengir: Sigurvegari var Barri Björgvinsson Dalvík, í öðru sæti Daníel Ernir J. Gunnarsson KR og í þriðja sæti Friðrik Kjartan Sölvason SKA.

12-13 ára stúlkur: Sigurvegari var Silvía Mörk Kristinsdóttir SKA, í öðru sæti Mundína Ósk Þorgeirsdóttir SSS og í þriðja sæti Lára Elmarsdóttir Van Pelt Víkingi.

14-15 ára drengir: Sigurvegari var Alex Bjarki Þórisson Ármanni, í öðru sæti Arnór Alex Arnórsson KR og í þriðja sæti Gísli Guðmundsson Ármanni.

14-15 ára slúlkur: Sigruvegari var Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir UÍA, í öðru sæti Hrefna Lára Zoëga UÍA og í þriðja sæti Linda Mjöll Guðmundsdóttir Ármanni.

Auk hefðbundinna gull, silfur og bronsverðlauna voru einnig veitt verðlaun fyrir besta millitíma og krýndur flatameistari afmælismóts SFÍ í hverjum keppnisflokki. Verðlaun flatameistaranna var Aldrei fór ég suður húfa.

Flatameistarar er: 12-13 ára drengir; Barri Björgvinsson Dalvík. 12-13 ára stúlkur; Eyrún Hekla Helgadóttir Dalvík. 14-15 ára drengir; Gísli Guðmundsson Ármanni. 14-15 ára stúlkur; Anna Soffía Óskarsdóttir Ármanni.

Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendurm, þjálfurum, fararstjórum og öðrum gestum kærlega fyrir komuna á þetta Afmælismót SFÍ. Við hlökkum til að hitta sem flesta aftur á næsta ári á nýju móti.

Nánar

Annar keppnisdagur Skíðamóts Íslands í skíðagöngu

24. mars 2024 SFI
Hópstart karla 15km hefðbundin ganga. Mynd: Haukur Sigurðsson
Hópstart karla 15km hefðbundin ganga. Mynd: Haukur Sigurðsson
Nú er öðrum keppnisdegi lokið hjá okkur á Skíðamóti Íslands.
Íslandsmeistarar í 15km göngu með frjálsri aðferð voru Dagur Benediktsson frá Skíðafélagi Ísfirðinga og Kristrún Guðnadóttir frá Ulli. Í öðru sæti i karlaflokki var Snorri Einarsson og Ævar Valbjörnsson í þriðja. Önnur kona í mark var Árný Helga Birkisdóttir og Birta María Vilhjálmsdóttir í þriðja.
Í Flokki 15-16 ára var Vala Kristín Georgsdóttir sigurstranglegust hjánstúlkunum, Svava Rós Kristófersdóttir var í öðru sæti og Dagný Emma Kristinsdóttir í því þriðja. Hjá drengjunum var Eyþór Freyr Árnason í fyrsta sæti, Elías Mar Friðriksson í öðru sæti og Stefán Þór Birkisson í þriðja.
Í flokki 13-14 ára stúlkna sigraði María Sif Hlynsdóttir, Birna Dröfn Vignisdóttir í öðru sæti og Karen Emelía Vestmann Káradóttir í því þriðja. Hjá drengjunum sigraði Jökull Ingimundur Hlynsson, Daði Pétur Wendel var í öðru og Heimir Logi Samúelsson í þriðja.
 
Öll úrslit má sjá hjá timataka.net
 
Takk fyrir daginn og sjáumst á morgun.
Nánar

Skíðablaðið 2024 komið út og öll eldri skíðablöð líka

24. mars 2024 SFI
Forsíða Skíðablaðsins 2024
Forsíða Skíðablaðsins 2024

Skíðablaðið 2024 er komið út í aðdraganda skíðaviku. Blaðið kom síðast út árið 2019 en í faraldrinum datt takturinn á útgáfunni niður. Blaðið er veglegt og blandar saman frásögnum úr nútíð og fortíð. Blaðið er eins og áður bæði skemmtilegt aflestrar, góð heimild og mikilvæg fjáröflun fyrir Skíðafélag Ísfirðinga. 

Blaðið er þessa dagana borið út í hús á Ísafirði en einnig er hægt að nálgast eintak í skíðaskálum. 

Einnig hefur talsverð vinna verið lögð í að safna eldri skíðablöðum og skanna inn þau sem ekki eru til á rafrænu sniði. Elstu blöðin eru frá 1948 og 1949, en svo hefur skíðablað verið gefið út einu sinni á ári síðan á áttunda áratugnum, að nokkrum árum undanskildum. Um þessa sögu er einmitt stutt grein í Skíðablaði ársins, á blaðsíðu 45. Blöðin er hægt að sjá undir SFÍ->Útgefið hér á Snjor.is, þar með talið blað ársins

Nánar

Dalvíkingar sigursælir á fyrsta degi bikarmóts í Tungudal

24. mars 2024 SFI
Verðlaunahafar í flokki drengja 14-15 ára; Kári Freyr, Óskar Valdimar og Arnór Atli
Verðlaunahafar í flokki drengja 14-15 ára; Kári Freyr, Óskar Valdimar og Arnór Atli
1 af 3

Í dag fór fram bikarmót unglinga í alpagreinum í Tungudal. Keppt var í svigi og á morgun verður mótinu framhaldið og verður þá keppt í stórsvigi. Mótshald gekk eftir áætlun og stóðu keppendur sig mjög vel í þeim krefjandi aðstæðum sem allur nýji snjórinn hefur skapað í skíðabrekkunum.

Keppni hófst fyrir hádegi á flokki 14-15 ára. Sigurvegari í stúlknaflokki var Hrefna Lára Zoëga ÚÍA, í öðru sæti Ásta Kristín Þórðardóttir Ármanni og í þriðja sæti Snædís Erla Halldórsdóttir Víkingi. Í drengjaflokki sigraði Óskar Valdimar Sveinsson Dalvík, í öðru sæti Kári Freyr Orrason Ármanni og í þriðja sæti Arnór Atli Arnórsson KR.

Eftir hádegi var keppt í flokki 12-13 ára. Hjá stúlkunum sigraði Lára Elmarsdóttir Van Pelt Víkingi, í öðru sæti Silvía Mörk Kristinsdóttir Skíðafélagi Akureyrar og í þriðja sæti Eyrún Hekla Helgadóttir Dalvík. Sigurvegari í drengjaflokki var Barri Björgvinsson Dalvík, í öðru sæti Sævar Kári Kristjánsson Víkingi og í þriðja sæti Óliver Helgi Gíslason Ármanni.

Eftir keppni dagsins var verðlaunahátíð í íþróttasalnum á Austurvegi þar sem keppendum og öðrum gestum var boðið upp á tertur í tilefni þess að á árinu eru liðin 90 ár frá stofnun Skíðafélag Ísfirðinga.

Fylgjast má með stórsvigskeppni morgundagsins með lifandi tímatöku hér: Lifandi tímataka 

Nánar

Fyrsti keppnisdagur Skíðamót Íslands

23. mars 2024 SFI

Nú er fyrsta degi á Skíðamóti Íslands lokið. Þrátt fyrir brösulegt start með frestunum og breytingum vegna veðurs þá gekk allt upp í dag og við vonum að keppendur og starfsfólki hafi verið ánægt með daginn.

Íslandsmeistari kvk í 10km frjálsri aðferð er Kristrún Guðnadóttir önnur í mark var María Kristín Ólafsdóttir og þriðja var Sigríður Dóra Guðmundsdóttir. Þær koma allar úr Ulli.

Í karlaflokki sigraði Dagur Benediktsson, annar var Snorri Einarsson og þriðji var Ævar Freyr Valbjörnsson. Dagur og Snorri keppa báðir fyrir Skíðafélag Ísfirðinga en Ævar Freyr fyrir Skíðafélag Akureyrar.

10 lið tóku þátt í liðakeppninn. Fyrsta lið í mark var lið Strandamanna, SFS, annað lið í mark var lið Skíðafélags Ísafjarðar, SFÍ og þriðja lið í mark var lið Ullunga

Hér má sjá úrslit dagsins í10km skauti kvenna og karla og svo í liðakeppninni hjá 13-16 ára.

Á morgun verður keppt í hefðbundinni aðferð.

13-14 ára fara 3,3km 15-16 ára fara 5km og 17 ára og eldri fara 15km

það er hópstart sem þýðir að öllum keppendum, í hverjum flokki fyrir sig, er startað saman. Það verður því æsispennandi að fylgjast með og má búast við harðri keppni.

Við þökkum fyrir daginn og hlökkum til að sjá ykkur á Dalnum á morgun.

Nánar

Styrktaraðilar