Fréttir

Ísfirðingar sigursælir á Andrésar andar leikunum

23. apríl 2012 SFI
Nokkrar ungar SFÍ stúlkur með Andrési önd - Lilja Björg, Bríet og Guðrún Steina.
Nokkrar ungar SFÍ stúlkur með Andrési önd - Lilja Björg, Bríet og Guðrún Steina.

Skíðafélag Ísfirðinga sendi 51 keppanda á Andrésar andar leikana sem fram fóru í Hlíðarfjalli í síðustu viku. Að vanda sópuðu göngumenn til sín verðlaunum í flestum flokkum. Nokkrir alpakrakkar komust einnig á verðlaunapall auk þess sem allir keppendur 6-7 ára í alpagreinum og 6-8 ára í göngu fengu veglegan verðlaunagrip fyrir þátttöku í leikjabrautum. Öll úrslit má finna á heimasíðu SKA skidi.is

Nánar

Góður árangur ísfirðinga á Skíðamóti Íslands

2. apríl 2012

Ísfirðingum gekk vel á Skíðamóti Íslands nú um helgina.

Í hefðbundinni göngu kvenna voru ísfirðingar í þremur efstu sætunum, en Elena Dís var í 1. sæti og Rannveig Jónsdóttir og Silja Rán fylgdu þar fast á eftir. Einnig náði Elena 2. sæti í göngu með frjálsri aðferð.

Í alpagreinum gekk líka vel, en Thelma Rut var í 2. sæti í flokki 15 - 16 ára bæði í svigi og stórsvigi.

Nánar

Sprettganga CraftSport

2. apríl 2012

Hin geysivinsæla sprettganga CraftSport (áður Núps) verður haldin í 13 skiptið í miðbæ Ísafjarðar, miðvikudaginn 4.apríl kl. 17:00. Skráning er hjá Bobba í CraftSport (bobbi@craft.is) og afhending númer er kl. 16:00

Nánar

Styrktaraðilar