Fréttir

Keppni lokið í alpagreinum á Unglingameistaramótinu

25. mars 2012
1 af 4

Nú var að ljúka keppni í samhliðasvigi í flokki 13-14 ára á UMÍ og var það síðasta keppnisgreinin í alpagreinum. Verðlaunaafhending fyrir samhliðasvigið er nú í gangi og svo heldur hver til síns heima. Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendum fyrir komuna og drengilega keppni. Þjálfurum og öðrum gestum er þakkað fyrir komuna, góð og ánægjuleg samskipti.

Þá vill Skíðafélagið þakka öllum starfsmönnum fyrir vel unnin störf.

Hér má finna öll úrslit dagsins.

 

Úrslit í flokki 13-14 ára flokki urðu þessi:

 

13-14 ára stúlkur

1. sæti  María Eva Eyjólfsdóttir, Reykjavík

2. sæti  Elísa Arna Hilmarsdóttir, Reykjavík

3. sæti  Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Reykjavík

 

13-14 ára drengir

1. sæti  Arnar Ingi Kristgeirsson, Reykjavík

2. sæti  Bjarki Guðjónsson, Akureyri

3. sæti  Björn Ásgeir Guðmundsson, Reykjavík

Nánar

Keppni í tveggjabrautakeppni

25. mars 2012
1 af 4

Í dag er keppt í tveggjabrautakeppni í Tungudal og boðgöngu á Seljalandsdal. Keppni í tveggjabrautakeppni 15-16 ára er lokið og nú stendur yfir keppni í flokki 13-14 ára. Einhver bilun er í lifandi tímatökunni og því ekki hægt að fylgjast með þar, því miður.

Úrslit í flokki 15-16 ára urðu þessi:

 

15-16 ára stúlkur

1. sæti  Helga María Vilhjálmsdóttir, Reykjavík

2. sæti  Thelma Rut Jóhannsdóttir, Ísafirði

3. sæti  Ragnheiður Brynja Pétursdóttir, Reykjavík

 

15-16 ára drengir

1. sæti  Jakob Helgi Bjarnason, Dalvík

2. sæti  Sigurður Hauksson, Reykjavík

3. sæti  Jón Óskar Andrésson, Siglufirði

Nánar

Keppni á Unglingameistaramóti Íslands lokið í dag.

24. mars 2012
1 af 4

Keppni á UMÍ í Dölunum tveimur á Ísafirði er lokið í dag. Aðstæður í dag hafa verið frábærar sólskin, logn og nokkura gráðu hiti og færið hélst gott í allan dag þrátt fyrir sól og hita. Keppendur sýndu skemmtileg tilþrif og héldu allir glaðir heim eftir skemmtilegan dag.

Úrslit mótsins má finna í dálknum hér til vinstri á síðunni. Gönguúrslitin eru hér og úrslit í alpagreinunum má finna hér.

Á morgun verður keppt í boðgöngu og samhliðasvigi. Boðgangan hefst kl. 11:00 og keppni í samhliðasvigi hefst kl. 10:00

 

Mótshaldarar þakka þjálfurum, keppendum og aðstandendum þeirra svo og starfsfólki, fyrir góðan dag.

Nánar

Fyrri ferðum í alpagreinum á UMÍ lokið

24. mars 2012
1 af 4

Nú er fyrri ferð lokið í öllum flokkum á UMÍ og seinni ferð hefst klukkan 12:30 með svigi 15-16 ára stúlkna.

Veðrið leikur við keppendur, starfsmenn og aðra gesti í Tungudal og er góð stemming á svæðinu.

 

Klukkan 12:00 hefst keppni í göngu á Seljalandsdal og eru aðstæður þar ekki síðri. Það er vonandi að allir njóti dagsins og hafi gaman af keppnum dagsins, keppendur jafnst sem áhorfendur.

Nánar

Styrktaraðilar