Æfingatöflur

Æfingatafla vetur 2024 - 2025
Æfingatafla vetur 2024 - 2025

Æfingar alpagreinar

Yfirþjálfari alpagreina er Rannveig Hjaltadóttir

Aðrir þjálfarar veturinn 2024-2025 eru:

Regína Sif Rúnarsdóttir
Hanna Þórey Björnsdóttir
Ingibjörg Heba Halldórsdóttir

 

Æfingahópum er skipt eftir aldri. Börn í 1. - 4. bekk hafa eingöngu æft á veturnar, eða frá 1.janúar ár hvert ef snjór leyfir. Stundum hefjast æfingar fyrr ef við erum svo heppin að fá snjó fyrir jól.
Haustið 2024 var í fyrsta sinn boðið upp á haustæfingar þar sem börnum í 2-4 bekk er boðið að koma og æfa tvisvar í viku. Það æfa allir saman, þ.e alpa krakkar, göngukrakka og brettakrakkar.

GULI HÓPUR (Krakkar í 1.-4. bekk) æfir tvisvar í viku. Í byrjun vetrar er haldið byrjendanámskeið þar sem algjörir byrjendur fá grunnþjálfun í að standa í brekkunni og geta sjálfir farið í lyftuna. Ef börn eru enn óörugg og geta ekki verið ein í lyftu þegar regluleg þjálfun hefst þarf foreldri eða forráðamaður að fylgja börnum á æfingu til að byrja með.

 

Börnunum er síðan skipt í tvo hópa og gert er ráð fyrir að 1. og 2. bekkur æfi saman og 3. og 4. bekk en einnig getur verið blöndun á milli hópa, allt eftir getu hvers og eins.

 

Hlekkur á æfingahóp á Facebook er hér 

Skráning á æfingar fyrir börn í 1.-4. í grunnskólum Ísafjarðarbæjar fer fram í gegnum Íþróttaskóla, hér

Þið sem eru með börn utan Ísafjarðarbæjar skráið börnin ykkar á skíðaæfingar beint til okkar í SFÍ með því að senda tölvupóst á snjor@snjor.is og við skráum þau og setjum þau inn í Sportabler. Æfingagjöld eru þau sömu og börnin fá vetrarkort inn á skíðasvæðið, eini munurinn er skráningaferlið.

 

BLÁI HÓPUR (krakkar í 5. - 6. bekkur) hefur kost á því að æfa allt árið. Á sumrin eru haldnar þrek- og styrktaræfingar 2-3 sinnum í viku og e-ar æfingar sameiginlegar með öðrum deildum SFÍ. Á haustin eru einnig þrek- og styrktaræfingar utandyra og í Íþróttahúsinu á Austurvegi.

 

Hlekkur á æfingahóp á Facebook er hér 

Skráningar á æfingar fara fram í gegnum Sportabler

 

SVARTI HÓPUR - 7. bekkur  og eldri æfa 3-4 sinnum í viku allt árið. Á sumrin eru þrek- og styrktaræfingar 3-4 sinnum í viku og e-ar æfingar sameiginlegar með öðrum deildum SFÍ. Á haustin eru einnig þrek- og styrktaræfingar utandyra og í íþróttahúsinu á Austurvegi.

 

Hlekkur á æfingahóp á Facebook er hér 

Skráning í æfingar fer fram í gegnum Sportabler

 

Styrktaraðilar