Skíðafélag Ísfirðinga
Skíðafélag Ísfirðinga á sér áralanga sögu. Félagið er eitt af stærstu skíðafélögum landsins og félagsmenn hafa unnið til ótal Íslandsmeistaratitla. Félagið hefur einnig átt 18 keppendur á Ólympíuleikum.
Hjá félaginu er hægt að æfa alpagreinar, skíðagöngu og snjóbretti. Alpagreinar og snjóbretti eru í Tungudal þar sem að lyfturnar eru og félagsaðstaða. Skíðagangan er á Seljalandsdal en þar er einnig félagsaðstaða.
Í Tungudal eru 3 toglyftur. Barna lyfta sem er neðst, svo Sandfellslyfta og þá Miðfellslyfta. Á svæðinu eru lengstu troðnu brekkur landsins.
Á Seljalandsdal eru framúrskarandi aðstæður fyrir skíðagöngu. Þar er 10 km upplýst braut og nokkrir kílómetrar af snjógirðingum. Það tryggir að yfirleitt er hægt að ábyrgjast að brautirnar eru opnar frá Nóvember langt fram á vor.
Efst á þessari síðu eru undirsíður fyrir hverja grein og þar eru alltaf nýjustu upplýsingar um æfingatöflur og skráningar iðkenda auk þess sem þar er að finna tengla inn á Facebook hópa hjá hverjum æfingahóp fyrir sig.
Við fögnum nýjum iðkendum og ef þú hefur áhuga á að heyra í okkur og fá frekari upplýsingar þá endilega sendu tölvupóst á snjor@snjor.is.