75. Skíðaþing haldið á Ísafirði dagana 20. og 21. september

75. Skíðaþing haldið á Ísafirði dagana 20. og 21. september

16. september 2024 SFI

Skíðaþing Íslands verður haldið dagana 20. og 21. september á Ísafirði. Þingið verður haldið á fjórðu hæð Stjórnsýsluhússins við Hafnarstræti og verður sett kl 19 föstudaginn 20.september.

Venju samkvæmt verður dagskrá hefðbundin en sérstakur gestur á þinginu verður Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ og mun hann m.a að ræða afreksmálin, stefnu ÍSÍ, ríkisins o.fl. í íþróttamálum fram að og yfir næstu Ólympíuleika. 

Föstudagur 20. september kl. 19:00

1. Þingsetning
2. Kosning fyrsta og annars þingforseta
3. Kosning fyrsta og annars ritara
4. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar og þriggja manna kjörnefndar
5. Viðurkenningar veittar
6. Ávörp gesta
7. Framlagning skýrslu stjórnar
8. Framlagning skoðaðra reikninga
9. Álit kjörbréfanefndar
10. Umræður um skýrslur stjórnar og reikninga
11. Afgreiðsla reikninga
12. Framlagning fjárhagsáætlunar og gjaldskrár
13. Lagðar fram tillögur að:
14. Breytingum á lögum og reglugerðum
15. Öðrum málum kynntum í fundarboði
16. Öðrum málum sem lögð hafa verið fyrir þingið með leyfi þingmeirihluta
17. Fundir nefnda
18. Alpagreinanefnd
19. Skíðagöngunefnd
20. Snjóbrettanefnd
21. Allsherjarnefnd

Laugardagur 21. september
09:00 - 10:00 Framhald nefndarstarfa
10:00 – 12:00 Afreks- og íþróttamál. Kynning á afreksstefnu og umræður Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ
12:00 – 13:00 Hádegisverðarhlé
13:00 - 15:30 ÞINGFUNDI framhaldið
22. Álit nefnda og afgreiðsla framkominna tillagna
23. Kosning þriggja manna kjörnefndar fyrir þing 2025 [Ekki er kosið til stjórnar og nefnda á þessu þingi]
24. Önnur mál
25. Þingslit

kl. 16:15 Óvissuferð og kvöldverður

Styrktaraðilar