Aðalfundur hjá styrktarsjóðnum Framför.
Styrktarsjóðurinn Framför heldur aðalfund félagsins þriðjudaginn 3.október kl. 20:00 á Zoom. Fyrir liggja nokkrar breytingar á skipulagsskrá félagsins og kosning nýrrar stjórnar. Hér neðar í þessari frétt er að finna skipulagsskrá sjóðsins, ársreikninga undanfarinna ára og þær tillögur sem lagðar hafa verið fram til breytinga á skipulagsskrá sjóðsins.
Allir eru velkomnir á fundinn og hvetur stjórn SFÍ velunnara félagsins að taka þátt í fundinum.
Fundurinn er haldinn þann 3.október kl.20:00 á zoom (hlekkur hér fyrir neðan).
Við viljum bjóða þeim sem vilja mæta á fundinn og eru á Ísafirði að hittast í fundarsal Háafells á þriðju hæð í Neista og sitja fundinn þar.
Hér má finna skipulagsskrá, ársreikninga og þær breytingatillögur sem lagðar verða fyrir fundinn.
Skipulagsskrá: Hér
Ársreikningar: Hér
Breytingatillögur: Hér
Um sjóðinn:
Styrktarsjóðurinn Framför var stofnaður árið 2008 af velunnurum SFÍ og er markmið sjóðsins að styrkja afreksfólk á skíðum með fjárframlögum, svo það hafi möguleika á að ná sem lengst í sinni íþrótt. Samkvæmt samþykktum sjóðsins getur allt skíðafólk sem keppt hefur fyrir hönd Skíðafélags Ísafirðinga í a.m.k. eitt ár getur sótt um styrk úr sjóðnum.