Alþjóðlegi snjódagurinn
Á morgun sunnudaginn 19. janúar er alþjóðlegi snjódagurinn svokallaði. Dagurinn er haldinn að undirlagi alþjóða skíðasambandsins, FIS og er haldinn hátíðlegur um allan heim. Skíðasvæði Ísfirðinga tekur myndarlega þátt og hefur undirbúið allar brekkur vandlega, sett upp brettabraut og bíður upp á smá veitingar einnig. Í Tungudal verður síðan opnuð s.k. Latabæjarbraut fyrir yngstu kynslóðina. Allir á skíði á morgun!