Annar keppnisdagur Skíðamóts Íslands í skíðagöngu

Annar keppnisdagur Skíðamóts Íslands í skíðagöngu

24. mars 2024 SFI
Hópstart karla 15km hefðbundin ganga. Mynd: Haukur Sigurðsson
Hópstart karla 15km hefðbundin ganga. Mynd: Haukur Sigurðsson

Nú er öðrum keppnisdegi lokið hjá okkur á Skíðamóti Íslands.

Íslandsmeistarar í 15km göngu með frjálsri aðferð voru Dagur Benediktsson frá Skíðafélagi Ísfirðinga og Kristrún Guðnadóttir frá Ulli. Í öðru sæti i karlaflokki var Snorri Einarsson og Ævar Valbjörnsson í þriðja. Önnur kona í mark var Árný Helga Birkisdóttir og Birta María Vilhjálmsdóttir í þriðja.

Í Flokki 15-16 ára var Vala Kristín Georgsdóttir sigurstranglegust hjánstúlkunum, Svava Rós Kristófersdóttir var í öðru sæti og Dagný Emma Kristinsdóttir í því þriðja. Hjá drengjunum var Eyþór Freyr Árnason í fyrsta sæti, Elías Mar Friðriksson í öðru sæti og Stefán Þór Birkisson í þriðja.

Í flokki 13-14 ára stúlkna sigraði María Sif Hlynsdóttir, Birna Dröfn Vignisdóttir í öðru sæti og Karen Emelía Vestmann Káradóttir í því þriðja. Hjá drengjunum sigraði Jökull Ingimundur Hlynsson, Daði Pétur Wendel var í öðru og Heimir Logi Samúelsson í þriðja.

Öll úrslit má sjá hjá timataka.net

Takk fyrir daginn og sjáumst á morgun.

Styrktaraðilar