Ársgeirsmót í svigi á skírdag

Ársgeirsmót í svigi á skírdag

14. apríl 2014 Heimir Hansson

Ásgeirsmótið í svigi verður haldið fimmtudaginn 17. april næstkomandi - skírdag. Það verður jafnframt síðasta heimamót vetrarins í alpagreinum. Mótið er haldið til minningar um Ásgeir Kristján Karlsson skipstjóra frá Hnífsdal sem fórst með m/b Svani í desember 1966. Aðal verðlaun mótsins eru Ásgeirsbikararnir, farandgripir sem keppt er um bæði í karla- og kvennaflokki. Bikarinn sem karlarnir keppa um var gefinn af Jens Hjörleifssyni, en afkomendur Ásgeirs gáfu gripinn sem konurnar keppa um. Öll önnur verðlaun eru gefin af 3X Technoloy.  Mótið fór fyrst fram árið 1967 og var mótshaldari hið fornfræga íþróttafélag Reynir í Hnífsdal.

 

Keppt verður í bakka 3 í Miðfelli. Mótið er opið öllum sem vilja og geta skíðað í braut niður bakka 3. Afhending númera er við Miðfellsskúr kl:10:30 og skoðun brautar í framhaldi af því.

 

Start 9ára og eldri kl:11:00, 2 ferðir.
Start 8 ára og yngri kl:11:45, 2 ferðir.

 

Verðlaunaafhending verður við skíðaskálann umkl:13:00

 

Skrá þarf alla þáttakendur og skulu skráningar sendast á netfangið siggiogragga@internet.is fyrir kl 18, þriðjudaginn 15. apríl. Einnig er hægt að skrá sig í sjoppunni í skíðaskálanum. Skrá þarf nafn og fæðingarár.

Styrktaraðilar