Bikarmót SKÍ: Annar dagur, lengri vegalengdir

Bikarmót SKÍ: Annar dagur, lengri vegalengdir

7. mars 2015 Heimir Hansson

Í dag var annar keppnisdagur af þremur á bikarmóti SKÍ í skíðagöngu á Seljalandsdal. Gengnar voru lengri vegalengdir með frjálsri aðferð og gilti þessi ganga til Íslandsmeistaratitils í elstu flokkunum. Íslandsmeistarar í fullorðinsflokki urðu þau Guðbjörg Rós Sigurðardóttir og Steven P. Gromatka, en Sólveig María Aspelund varð Íslandsmeistari í flokki 18-20 ára kvenna. Öll eru þau úr Skíðafélagi Ísfirðinga.

 

Öll úrslit úr göngunni má finna undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Lokadagur mótsins er á morgun, sunnudag, en þá verður keppt í göngu með hefðbundinni aðferð. Fyrstu flokkar verða ræstir kl. 11.

Styrktaraðilar