Bikarmót í skíðagöngu á heimavelli

Bikarmót í skíðagöngu á heimavelli

12. janúar 2025 SFI
Ísfirðingarnir María Sif Hlynsdóttir, Sölvey Marie Tómasdóttir og Saga Björgvinsdóttir í brautinni. Mynd: Björgvin Hilmarsson (retro_outdoors)
Ísfirðingarnir María Sif Hlynsdóttir, Sölvey Marie Tómasdóttir og Saga Björgvinsdóttir í brautinni. Mynd: Björgvin Hilmarsson (retro_outdoors)

Um helgina fór fram Bikarmót SKÍ á Seljalandsdal. Mótshald gekk eftir áætlum og stóðu keppendur sig vel. Rúmlega 40 keppendur mættu til leiks. Veðrið var gott og snjóalög góð en ekki varð úr rigningu sem hafði verið spáð.  

Fyrsti keppnisdagur var á föstudegi en þá var á dagskrá frjáls aðferð með einstaklingsstarti, keppt var í vegalengdum frá 3.5km, 5km og 7.5 km. Okkar fólk stóð sig vel í brautinni og við Ísfirðingar áttum tvo bikarmeistara þau Maríu Sif Hlynsdóttur og Eyþór Frey Árnason sem sigruðu sinn aldursflokk. 

Á öðrum keppnisdegi var keppt í sprettgöngu með frjálsri aðferð. Sprettbrautin var aðeins með breyttu sniði í ár með virkilega krefjandi brekku og nýrri aðkomu að marksvæðinu og ánægja var með breytingarnar. 

Keppt var í hefðbundinni göngu með hópstarti á síðasta keppnisdegi. Þá var gengið eftir aldursflokkum 3.3km, 5km og 10km. Eins og þekkt er er 5km hringurinn á Seljalandsdal virkilega krefjandi keppnishringur með löngu klifri og krefjandi rennsli. Það reyndi vel á keppendur sem stóðu sig vel. Ýmsar uppákomur voru í brautinni þennan daginn en stæðstu áskorunina fékk Grétar Smári Samúelsson sem þurfti að skipta tvisvar um skíði og einu sinni um stafi. Hann skilaði þó góðri göngu og lét þetta ekki spilla deginum. Ísfirðingarnir stóðu sig vel í brautinni og sýndu góðan karakter. 

Við hjá SFÍ þökkum fyrir samveruna á Seljalandsdal um helgina og hlökkum til komandi skíðaveturs. 

 

Úrslit helgarinnar má finna hér:  https://timataka.net/fismot2025-isafjordur-januar/ 

Myndir má finna á fb síðu mótsins, hér: https://www.facebook.com/events/1340525077375636/?active_tab=discussion 

Styrktaraðilar