Fjarnám í þjálffræði

Fjarnám í þjálffræði

16. janúar 2014 Hjalti Karlsson

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar.  Boðið verður upp á nám á 1. 2. og 3. stigi ÍSÍ sem er alm. hluti þekkingar íþróttaþjálfara og gildir fyrir allar íþróttagreinar. Vakin skal sérstök athygli á því að í fyrsta sinn er nú nám á 3. stigi í boði sem er sjálfstætt framhald náms á 1. og 2. stigi.  3. stig ÍSÍ er síðasta stigið á framhaldsskólastigi.  Alls fimm kennarar koma að kennslunni á þessu stigi með sérþekkingu á því efni sem þeir kenna s.s. í íþróttasálfræði, íþróttameiðslum, íþróttastjórnun o.fl.  Áhersla og kröfur samfélagsins til menntunar í þessum fræðum hafa síður en svo dvínað og því afar mikilvægt að íþróttahreyfingin svari kalli og hafi menntaða íþróttaþjálfara innan sinna raða.

 

Frekari uppl. á isi.is og hjá Viðari Sigurjónssyni á vidar@isi.is og/eða í síma 460-1467.

Styrktaraðilar