Fossavatnsgangan er framundan!

Fossavatnsgangan er framundan!

4. apríl 2025 SFI
Á drykkjarstöð í Fossavatnsgöngunni
Á drykkjarstöð í Fossavatnsgöngunni
1 af 3

Það að vera í Skíðafélag Ísfirðinga er ekki bara það að æfa heldur líka að vera hluti af frábæru og gefandi samfélagi. Hér vinnum við öll saman og eflum félagsandann og til að hlutirnir gangi upp þarf mörg handtök.

Fossavatnsgangan er eitt af stóru verkefnum okkar og styrkir gangan barnastarfið okkar í SFÍ þvert á allar deildir. Það er því virkilega mikils metið að allir séu tilbúnir í sjálfboðaliðastarfið sem fylgir því að halda svona stóra göngu. Hjálpa til við uppsetningu, baka fyrir kökuhlaðborð, vinna við kökuhlaðborð og taka þátt í frágangi. Bæði gangan og kökuhlaðborð eru rómuð um allan heim og er þetta sameiginlegt verkefni okkar allra sem komum að SFÍ.  Við hjá SFÍ erum einstaklega heppin með okkar öflugu sjálfboðaliða sem gerir það að verkum að það er gaman og gefandi að vera þátttakandi í starfinu.

Við viljum hvetja ykkur til að taka þátt í þeim verkefnum sem óskað er eftir aðstoð og auðvitað hvetjum við ykkur líka og koma og fagna og uppskera á lokahófi Fossavatnsgöngunnar þar sem ekki bara skíðamenn heldur allir sem koma að skíðaíþróttinni hér á Ísafirði koma saman og fagna.  Miða á lokahófið er að finna á síðu Fossavatnsgöngunnar hér.

Meðylgjandi í fréttinni er brot af þeim sjálboðaliðum sem hafa hjálpað okkur í starfinu.

Styrktaraðilar