Fyrsti keppnisdagur Skíðamót Íslands
Nú er fyrsta degi á Skíðamóti Íslands lokið. Þrátt fyrir brösulegt start með frestunum og breytingum vegna veðurs þá gekk allt upp í dag og við vonum að keppendur og starfsfólki hafi verið ánægt með daginn.
Íslandsmeistari kvk í 10km frjálsri aðferð er Kristrún Guðnadóttir önnur í mark var María Kristín Ólafsdóttir og þriðja var Sigríður Dóra Guðmundsdóttir. Þær koma allar úr Ulli.
Í karlaflokki sigraði Dagur Benediktsson, annar var Snorri Einarsson og þriðji var Ævar Freyr Valbjörnsson. Dagur og Snorri keppa báðir fyrir Skíðafélag Ísfirðinga en Ævar Freyr fyrir Skíðafélag Akureyrar.
10 lið tóku þátt í liðakeppninn. Fyrsta lið í mark var lið Strandamanna, SFS, annað lið í mark var lið Skíðafélags Ísafjarðar, SFÍ og þriðja lið í mark var lið Ullunga
Hér má sjá úrslit dagsins í10km skauti kvenna og karla og svo í liðakeppninni hjá 13-16 ára.
Á morgun verður keppt í hefðbundinni aðferð.
13-14 ára fara 3,3km 15-16 ára fara 5km og 17 ára og eldri fara 15km
það er hópstart sem þýðir að öllum keppendum, í hverjum flokki fyrir sig, er startað saman. Það verður því æsispennandi að fylgjast með og má búast við harðri keppni.
Við þökkum fyrir daginn og hlökkum til að sjá ykkur á Dalnum á morgun.