Haustæfingar hafnar í öllum flokkum

Haustæfingar hafnar í öllum flokkum

16. september 2024 SFI
Haustæfingar Skíðaganga 2024 - eldri krakkar
Haustæfingar Skíðaganga 2024 - eldri krakkar
1 af 3

Nú er starfsemi félagsins komin aftur af stað eftir sumarfrí og eru haustæfingar komnar á fullt.

Í ár verða smá breytingar á fyrirkomulagi en allir krakkar í 5.-6. bekk munu æfa saman í haust. Þar sameinast alpakrakkar, brettakrakkar og krakkar í skíðagöngu. Æfingar eru þrisvar í viku og er þjálfari þeirra Rannveig Hjaltadóttir yfirþjálfari alpagreina.

Þá er boðið upp á þá nýjung að hafa haustæfingar fyrir krakka í 2.-4. bekk. Var þetta gert að ósk foreldra að lengja æfingatímabilið hjá þessum krökkum og erum við spennt að sjá hvernig þetta mun ganga.
Skíðaæfingar fyrir þennan aldur hefur verið hluti af íþróttaskóla HSV og verður það áfram frá og með 1.janúar en þá tökum við einnig á móti nýjum iðkendum úr 1.bekk. Haustæfingarnar eru hins vegar ekki hluti af íþróttaskóla og verða því innheimt æfingagjöld fyrir þær æfingar. Þessar æfingar eru sameiginlegar fyrir alla skíðakrakka. Æfingar verða tvisvar í viku og er þjálfari Jóna Lind Kristjánsdóttir.

Þá verður fullorðins flokkur alpagreina hjá okkur í vetur en það er í fyrsta skiptið í yfir áratug. Við fögnum því en það er mikils virði fyrir yngri iðkendur að eiga eldri fyrirmyndir innan félagsins.

Allar skráningar á skíðaæfingar fara fram í Sportabler og er hlekkur hér

Æfingatöflur haustins er að finna undir hverri grein hér á síðunni og fylgja einnig sem mynd með þessari frétt.

Styrktaraðilar