Innheimta félagsgjalda SFÍ endurvakin
Stjórn SFÍ hefur ákveðið að endurvekja innheimtu á félagsgjöldum SFÍ en gjöldin hafa verið félaginu mikilvæg tekjulind í gegnum tíðina og farið beint inn í rekstur félagsins.
Árið 2024 verður Skíðafélag Ísfirðinga 90 ára og mikill áhugi og metnaður hjá stjórn að blása til sóknar. Framundan er skemmtilegur vetur þar sem við munum halda Bikarmót í alpagreinum í Tungudal auk þess sem Landsmót í skíðagöngu verður haldið á Seljalandsdal. Þar að auki verður loks boðið aftur upp á reglulagar æfingar á snjóbretti og verða því þrjár deildir starfandi hjá SFÍ í vetur.
Segja má að félagatal SFÍ sé orðið nokkuð úrelt þar sem skráning félagsmanna og innheimta gjalda hefur staðið í stað í nokkuð mörg ár. Nú á dögunum munu félagsgjöld vera send inn í heimabanka þeirra félagsmanna sem hafa verið skráðir í gegnum tíðina í SFÍ. Það skal þó tekið skal fram að um valgreiðslu er að ræða og geta þeir sem ekki vilja vera félagsmenn sent póst á snjor@snjor.is og óskað eftir því að vera tekinn af félagsmanna skrá.
Við hvetjum jafnframt þá sem óska eftir að gerast félagsmenn og vilja leggja félaginu lið að senda okkur póst á snjor@snjor.is
Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög inn á bankareikning v/ félagsgjalda;
Kt: 590269-2479
0556-14-603085