Íþróttamaður ársins: Albert og Anna María tilnefnd

Íþróttamaður ársins: Albert og Anna María tilnefnd

18. janúar 2016 Heimir Hansson

Skíðafélag Ísfirðinga hefur tilnefnt fulltrúa sína í kjörinu um íþróttamann ársins í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2015. Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum, þ.e.a.s. íþróttamaður ársins og efnilegasti íþróttamaður ársins.  

 

Skíðagöngumaðurinn Albert Jónsson er tilnefndur í kjörinu um íþróttamann ársins. Albert var mjög sigursæll á nýliðnu ári, varð m.a. þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki og var valinn til að keppa fyri Íslands hönd á Ólympíudögum æskunnar, auk þess að vera valinn í U-21 úrvalslið Skíðasambands Íslands.

 

Anna María Daníelsdóttir, sem einnig keppir í skíðagöngu, er fulltrúi félagsins í kjörinu á efnilegasta íþróttamanni sveitarfélagsins. Anna María varð þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki á síðasta ári, auk þess að verða bikarmeistari Skíðasambands Íslands. Þá varð hún einnig fyrst kvenna í mark í 25 km vegalengd Fossavatnsgöngunnar 2015.

 

Úrslit í kjörinu verða tilkynnt í athöfn nú síðar í mánuðinum. 

Styrktaraðilar