Keppni lokið í alpagreinum á Unglingameistaramótinu

Keppni lokið í alpagreinum á Unglingameistaramótinu

25. mars 2012
1 af 4

Nú var að ljúka keppni í samhliðasvigi í flokki 13-14 ára á UMÍ og var það síðasta keppnisgreinin í alpagreinum. Verðlaunaafhending fyrir samhliðasvigið er nú í gangi og svo heldur hver til síns heima. Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendum fyrir komuna og drengilega keppni. Þjálfurum og öðrum gestum er þakkað fyrir komuna, góð og ánægjuleg samskipti.

Þá vill Skíðafélagið þakka öllum starfsmönnum fyrir vel unnin störf.

Hér má finna öll úrslit dagsins.

 

Úrslit í flokki 13-14 ára flokki urðu þessi:

 

13-14 ára stúlkur

1. sæti  María Eva Eyjólfsdóttir, Reykjavík

2. sæti  Elísa Arna Hilmarsdóttir, Reykjavík

3. sæti  Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Reykjavík

 

13-14 ára drengir

1. sæti  Arnar Ingi Kristgeirsson, Reykjavík

2. sæti  Bjarki Guðjónsson, Akureyri

3. sæti  Björn Ásgeir Guðmundsson, Reykjavík

Styrktaraðilar