Púkamót Íslandsbanka
Nú er loksins komið að því að veðurguðirnir lofa okkur að halda Púkamót Íslandsbanka. Keppt verður bæði á Seljalandsdal og í Tungudal og eru keppendur iðkendur fæddir árið 2000 og síðar.
Í Tungudal veður keppt í Kerlingabrekkunni og endar brautin rétt fyrir ofan barnalyftuna. Það er því auðvelt fyrir fólk að mæta til að fylgjast með keppninni sem hefst klukkan 17:15. Athugið að keppendur mæta fyrr.
Á Seljalandsdal veður keppt á gönguskíðum og eru keppendur þar beðnir um að mæta klukkan 17:00.
Allir keppendur fá glaðning frá Íslandsbanka og jafnframt verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í eldri flokkunum.