SFÍ mót í stórsvigi

SFÍ mót í stórsvigi

14. mars 2014 Hjalti Karlsson

Á morgun, laugardag verður haldið SFÍ mót í stórsvigi í Tungudal. Lögð verður braut niður bakka 3 á Miðfellsvæðinu. Mótið er öllum opið en keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum:

 

8 ára og yngri (2005-2014)- 2 ferðir en ekki verður viðhöfð tímataka í þessum flokki

9-10 ára (2004-2003)

11-12 ára (2002-2001)

13-15 ára (2000-1998)

16 ára og eldri (1997-1900)

 

Gert er ráð fyrir að byrjað verði að keyra yngsta flokkinn niður báðar ferðir áður en farið verði í tímatöku hjá eldri hópum. Eins og kom fram að ofan er öllum heimil þáttaka, skráning fer fram við Miðfelsskúr kl: 11. Börn 8 ára og yngri þurfa ekki sérstaka skráningu, en þau eiga að mæta timanlega á hefðbundnum æfingartíma kl 11 og fá þá rásnúmer niðri við skíðaskála. Lögð verður braut við barnalyftuna fyrir þau sem alls ekki komast upp en við bendum foreldrum á að það er heimilt að skíða með yngstu börnunum niður brautina uppi ef vilji er til þess. Að loknu móti og frágangi fer fram verðlaunaafhending í skíðaskálanum og vonumst við til að það geti verið á bilinu 13:00-13:30. Allir þáttakendur fá verðlaun.

Styrktaraðilar