SMÍ2013: Annar keppnisdagur að hefjast
Nú rétt í þessum skrifuðu orðum er keppnisdagur tvö á Skíðamóti Íslands að hefjast með keppni karla og kvenna í stórsvigi. Stórsvigsbraut dagsins liggur frá toppi Sandfells og alla leið niður að skíðaskálanum og því lítið mál fyrir áhorfendur að fylgjast með keppninni í dag.
Þá er sömuleiðis að hefjast keppni á gönguskíðum en í dag verður keppt í 10 km göngu pilta 17-19 ára, 5 km göngu kvenna 17 ára og eldri og 10 km göngu karla 20 ára eldri. Keppt verður í göngum dagsins með hefðbundinni aðferð.
Úrslit dagsins ættu að liggja fyrir um hádegi og verða þau send út eftir því sem þau berast.
Þessar glæsilegu myndir sem hér fylgja með voru teknar af Hólmfríði Völu Svavarsdóttur í göngukeppni gærdagsins.