SMÍ2013: Keppni lokið í göngu með frjálsri aðferð
Keppni í göngu með frjálsri aðferð á Skíðamóti Íslands 2013 er nú lokið. Aðstæður í braut þóttu góðar og var rennslið sérstaklega gott enda hafði fryst í nótt og harðnað í sporunum. Keppni var æsispennandi í öllum flokkum og oft aðeins örfáar sekúndur sem skildu á milli fyrstu keppenda. Í dag var keppt í göngu með frjálsri aðferð; 10 km í flokki pilta 17-19 ára, 7.5 km í flokki kvenna 17 ára og eldri og 15 km í flokki karla 20 ára og eldri.
Keppni á gönguskíðum verður framhaldið á morgun laugardag kl. 10 með keppni í göngu með hefðbundinni aðferð og mun flokkur pilta 17-19 ára ganga 10 km, flokkur kvenna 17 ára og eldri 5 km, og að lokum flokkur karla 20 ára og eldri sem munu ganga 10 km. Búast má við æsispennandi keppni við frábærar aðstæður og eru Ísfirðingar og nærsveitarmenn eindregið hvattir til að mæta upp á dal og hvetja keppendur til dáða.
Úrslit í göngu með frjálsri aðferð föstudaginn 5. apríl 2013
Piltar 17-19 ára, 10 km með frjálsri aðferð
1. Ragnar G. Sigurgeirsson, Skíðafélag Akureyrar – 00:31:35
2. Hákon Jónsson, Skíðafélag Ísafjarðar – 00:32:15
3. Sindri Freyr Kristinsson, Skíðafélag Akureyrar – 00:35:27
Konur 17 ára og eldri, 7.5 km með frjálsri aðferð
1. Stella Hjaltadóttir, Skíðafélag Ísafjarðar – 00:25:49
2. Jónína Kristjánsdóttir, Skíðafélag Ólafsfjarðar – 00:26:16
3. Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, Skíðafélag Ísafjarðar – 00:26:51
Karlar 20 ára og eldri, 15 km með frjálsri aðferð
1. Brynjar Leó Kristinsson, Skíðafélag Akureyrar – 00:43:18
2. Sævar Birgisson, Skíðafélagi Ólafsfjarðar – 00:44:52
3. Gísli Einar Árnason, Skíðafélag Akureyrar – 00:46:13