SMÍ 2013: Keppni lokið
Þá er keppni lokið á Skíðamóti Íslands 2013 með keppni í samhliðasvigi og boðgöngu. Keppni í báðum greinum reyndist æsispennandi og munaði oft litlu aðeins sekúndubrotum manna á milli. Aðstæður á Dölunum tveimur voru eins og þær gerast bestar, glampandi sól og heiðskýrt og stafalogn. Það má því óhikað segja að Ísafjörður kveðji keppendur með því að skarta sínu fegursta.
Keppni í samhliðasvigi karla fór svo:
1. Magnús Finnsson, Skíðafélag Akureyrar
2. Einar Kristinn Kristgeirsson, Skíðafélag Akureyrar
2. Einar Kristinn Kristgeirsson, Skíðafélag Akureyrar
3. Arnar Geir Ísaksson, Skíðafélag Akureyrar
Í samhliðasvigi kvenna urðu úrslit eftirfarandi:
1. Helga María Vilhjálmsdóttir, Skíðaráð Reykjavíkur
2. María Guðmundsdóttir, Skíðafélag Akureyrar
3. Freydís Halla Einarsdóttir, Skíðaráð Reykjavíkur
Í boðgöngunni voru Ísfirðingar sigursælir en í boðgöngu kvenna (3x3,75km) urðu úrslit eftirfarandi:
1. SFÍ A - Stella Hjaltadóttir, Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Guðbjörg Rós Sigurðardóttir, 00:35:50
2. SFÍ B - Silja Rán Guðmundsdóttir, Katrín Árnadóttir og Elena Dís Víðisdóttir, 00:35:51
3. SFÍ C - Jóhanna Oddsdóttir, Arna Kristbjörnsdóttir og Sólveig María Aspelund, 00:42:04
Í boðgöngu karla (3x7,5km) voru það fulltrúar Skíðafélags Akureyrar sem komu sterkir inn:
1. SKA A - Brynjar Leó Kristinsson, Gísli Einar Árnason og Vadim Gusex; 00:59:52
2. SKA B - Ragnar G. Sigurgeirsson, Sindri Freyr Kristinsson og Ólafur Björnsson, 01:04:37
3. SFÍ A - Þröstur Jóhannesson, Kristbjörn R. Sigurjónsson og Daníel Jakobsson, 01:05:21
Skíðafélag Ísfirðinga þakkar öllum þem sem komu að undirbúningi og þátttöku í mótinu og hvetur alla til að nýta sér góða veðrið og skella sér á skíði.