Skíðaæfingar alpagreina

Skíðaæfingar alpagreina

30. nóvember 2012

Skíðasvæðið í Tungudal opnar föstudaginn 30. nóvember kl 15.30 og verður frítt í lyftur þann dag, eftir það verður rukkað inn á svæðið. Þar sem elstu iðkendur félagsins (15 ára og eldri) eru á leið til Noregs í æfinfgaferð þá munu iðkendur 13-14 ára æfa með 10-12 ára hópnum fyrst um sinn.


Þjálfari 10-12 ára í vetur verður Gauti Geirsson en hann þjálfaði einnig sama hóp síðastliðin vetur. Æingar munu hefjast strax fyrsta dag og eru frá 16:30-18:30 og svo verða æfingar á laugardag og sunnudag frá 11:00-13:00. Stefnt er að æfingum hjá þessum hóp 5 sinnum í viku .

 

Æfingar íþróttaskóla HSV í alpagreinum (1.- 4. bekkur) munu svo hefjast strax eftir helgi og verða nánari upplýsingar um æfingartíma hjá þeim settar hér inn og einnig sent foreldrum í gegnum vefpóstkerfi íþróttaskólans. Þjálfarar alpagreina íþróttaskólans verða Fanney Pálsdóttir, Hafrún Jakobsdóttir og Anton helgi Guðjónsson.


Alpanefndin hvetur því alla að fara nú í geymsluna og dusta rykið af skíðunum og bregða sér í Tungudalinn.

Alpanefnd SFÍ

Styrktaraðilar