Skíðablaðið 2025

Skíðablaðið 2025

17. apríl 2025 SFI

Skíðablaðið 2025 er komið út og ætti að vera búið að dreifa í öll hús og á svona helstu áningastöðum fólks yfir páska eins og verslunum og sjoppum. Eining er hægt að lesa blaðið á heimasíðunni okkar snjor.is en þar er líka að finna eldri útgáfur blaðiðs.

 

Ritstjórnin ár voru þau Heimir Hansson, Jóhanna Oddsdóttir, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, Gylfi Ólafsson, Arnheiður Steinþórsdóttir og Þórdís Lilja Jensdóttir.

Stjórn SFÍ vil þakka ritsjórn fyrir glæsilegt og vel unnið skíðablað. Það er augljóst að mikill metnaður, fagmennska og ástríða fyrir skíðaíþróttinni liggur að baki hverri síðu.

Blaðið endurspeglar ekki aðeins öflugt starf félagsins heldur einnig þann kraft og samhug sem einkennir skíðamenninguna á Ísafirði. Skíðablaðið er fastur liður í Skíðavikunni og er orðin mikilvæg heimild um starfsemi félagsins, einstaklingana sem að félaginu standa, og þá menningu sem hefur mótað skíðalíf á Ísafirði í gegnum árin. Hver útgáfa er skjalfesting á atburðum, sigrum, baráttu og samfélaginu sem stendur að baki og er verðmætur fjarsjóður hemilda fyrir okkur og komandi kynslóðir.

 

Við þökkum kærlega fyrir ykkar óeigingjarna framlag og hlökkum strax til næsta tölublaðs!

 

Styrktaraðilar