Skíðablaðið 2025 komið út
Skíðablaðið 2025, í ritstjórn Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, er komið út.
Blaðið er efnismikið að vanda, en meðal efnis er rannsóknaritgerðir um orðið skíðafélags, eðlisfræði snjógirðinga og sögu skíðasvæðisins í Tungudal. Langa viðtalið er við Jóa Torfa, sem áratugum saman sinnti ýmsum hlutverkum í uppbyggingu skíðaíþróttarinnar. Þá er ýmislegt annað góðgæti í blaðinu.
Blaðið er borið út í hús á Ísafirði, en er einnig aðgengilegt í skíðaskálanum á Seljalandsdal og á almenningsstöðum. Vefútgáfu blaðsins er hægt að finna undir "útgefið efni" hér á vefnum, en þar er einnig hægt að skoða eldri blöð.