Skíðafélag Ísfirðinga með fulltrúa á HM unglinga og á Vetrarólympíuhátíð Æskunnar
Þrír iðkendur SFÍ verða á faraldsfæti í byrjun febrúar n.k. Þeir Grétar Smári Samúelson og Ástmar Helgi Kristinson munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti unglinga í skíðagöngu (JWSC) sem fer fram á Ítalíu dagana 3.-9. febrúar. Með þeim í för verður annar SFÍ-ari, hann Guðmundur Rafn Kristjánsson, Muggur, sem mun fara með hópnum og sjá til þess að keppendurnir hafi fyrsta flokks skíði og rennsli.
Þá fer Eyþór Freyr Árnason með hópi íslenskra skíðakrakka á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) sem fram fer Í Georgíu dagana 8.-17. febrúar. Til gamans má nefna að einn af þjálfurum hópsins er gamall SFÍ-ari, Ólafur Thorlacius Árnason.
Það er mikill heiður fyrir iðkendur að vera valin til þátttöku á slíkum mótum og óskum við þeim innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með ykkur.