Skíðamaður ársins 2013

Skíðamaður ársins 2013

9. janúar 2014

Guðmundur Sigurvin Bjarnason fæddur 1997 er skíðamaður ársins hjá SFÍ

Guðmundur Sigurvin Bjarnason var afar sigursæll á nýliðnu ári. Auk fjölmargra sigra á heimamótum tók hann þátt í 8 göngum á bikarmótum Skíðasambands Íslands og hlaut í þeim alls fern  gullverðlaun og fern silfurverðlaun. Guðmundur varð bikarmeistari Skíðasambands Íslands í sínum aldursflokki, auk þess að verða fjórfaldur Íslandsmeistari 15-16 ára unglinga. Hann toppaði svo frábæran vetur með því að verða fyrstur allra keppenda í mark í 20 km göngu Fossavatnsgöngunnar. Hann hefur stundað gönguskíðin frá 1.bekk grunnskóla

Guðmundur er mikill fyrirmyndarunglingur. Hann er reglusamur og stundar æfingar af áhuga og samviskusemi.  Auk skíðagöngunnar tekur hann virkan þátt í starfi Björgunarfélags Ísafjarðar þannig að óhætt er að segja að hann sé öðrum, bæði yngri og eldri, frábær fyrirmynd.

Styrktaraðilar