Skíðaveisla á Ísafirði - 90 ára afmælismót SFÍ

Skíðaveisla á Ísafirði - 90 ára afmælismót SFÍ

18. mars 2024 SFI

Skíðafélagið fagnar eins og áður hefur komið fram 90 ára afmæli. Nú er komið að fyrstu hátíðarhöldunum í tilefni þess en félagið heldur 90 ára Afmælismót á Ísafirði næstkomandi helgi, dagana 21.-24. mars.

Haldið verður Skíðamót Íslands í skíðagöngu á Seljalandsdal og Bikarmót í alpagreinum í Tungudal. Sannkölluð skíðaveisla framundan en gert er ráð fyrir í kringum 160 keppendur samanlagt og má með sanni segja að páskarnir komi snemma á Ísafirði í ár.

Undirbúningur mótanna hefur staðið yfir í allann vetur. Mótahaldi fylgir mikil vinna duglegra félagsmanna. Foreldrar núverandi, fyrrverandi og verðandi iðkenda sem og aðrir velunnarar félagsins hafa svo sannarlega lagt sitt á vogarskálarnar. Það má segja að nú fari fram ákveðin kynslóðarskipti innan félagsins þar sem "gamlir" SFÍ foreldrar kenna þeim nýju að halda mót og að gera það vel.

Við verðum dugleg að sýna frá keppnum helgarinnar á samfélagsmiðlum okkar en við viljum hvetja sem flesta til að koma og styðja skíðafólkið okkar, sjáumst á dalnum um helgina!

Uppfærð dagskrá Skíðamóts Íslands má finna hér

Dagskrá Bikarmóts má finna hér

Styrktaraðilar