Thelma kláraði báðar ferðir á Ítalíu

Thelma kláraði báðar ferðir á Ítalíu

3. mars 2012

Í dag, laugardag, var seinni ferðin í stórsvigi kvenna á heimsmeistaramótinu í Roccaraso á Ítalíu. Aðeins tvær af íslensku stúlkunum fjórum luku keppni. Það voru þær Helga María Vilhjálmsdóttir sem lenti í 59. sæti og Thelma Rut Jóhannsdóttir sem varð í 63. sæti. Það er nokkuð góður árangur þar sem skráðir keppendur voru 111 frá 44 löndum. Allar stúlkurnar hafa nú lokið keppni nema Helga María sem á eftir að keppa í risasvigi og bruni.

Styrktaraðilar