UMÍ á Akureyri
Unglingameistaramót Íslands fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Veðurblíðan lék við okkur alla helgina en aðstæður í brekkunum voru krefjandi. Til stóð að UMÍ skildi haldið hér á Ísafirði og mikil eftirvænting hjá okkar fólki en vegna snjóleysis þurfti að færa mótið með skömmum fyrirvara.
Skíðafélag Ísfirðinga átti 4 flotta keppendur þau Auðunn Darra, Kristínu Eik, Auði Ýr og Katrín Dalíu. Á fyrsta keppnisdegi var keppt í stórsvigi. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel þrátt fyrir mikinn hita og krefjandi aðstæður. Það var gaman að sjá framfarinar sem hafa átt sér stað hjá þeim í vetur, en þau eru flest að stíga sín fyrstu skref á bikarmótum SKÍ.
Á öðrum keppnisdegi var keppt í svigi. Dagurinn var krefjandi sökum aðstæðna, snjórinn var blauttur enda mikill hiti. Það endaði því þannig að rúmlega helmingur keppenda datt úr leik þann dag og var tölfærðin svipuð hjá okkar keppendum. Þau skíðuðu þó öll vel þrátt fyrir það og mega vera stolt af sér!
Á þriðja degi var keppt í samhliðasvigi. Samhliðasvig er æsispennandi og áhorfendavænt. Þar keppa tveir keppendur á sama tíma í samhliða brautum og sá sem er á undan kemst áfram í næstu umferð. Ótrúlega skemmtileg og öðruvísi keppni! Hópurinn lét sér ekki leiðast á kvöldin og fóru út að borða, á mótsetningu, verðlaunaafhendingu og mættum í bingó á vegum Skíðafélags Akureyrar þar sem Kristín og Auðunn unnu bæði flott gjafakort.
Í heildinna var þetta frábær ferð og krakkarnir koma reynslunni ríkari heim.
Úrslit frá UMÍ er að finna hér https://mot.ski.is/vidburdur/422
Úrslit úr bikarkeppni vetursins er að finna hér https://mot.ski.is/motarod/12