Vestfjarðamót í skíðagöngu
Vestfjaraðmót í skíðagöngu í lengri vegalengdum fór fram á Seljalandsdal í dag. Veður var ágætt. Hiti rétt yfir frostmarki. Nægur snjór er á svæðinu. Allir gengu sama hringinn, sumir oftar en einu sinni,en hringurinn var um 10 km langur. Besta hringtímanum náði Guðmundur Bjarnason en hann keppir 13 - 14 ára flokki. 31mín og 50 sek. Úrslit eru komin á vefinn undir Ganga 2012 hér á síðunni.