Lög félagsins

Lög Skíðafélags Ísfirðinga

LÖG SKÍÐAFÉLAGS ÍSFIRÐINGA 

 

1.gr. 

Nafn félagsins er Skíðafélag Ísfirðinga, skammstafað SFÍ. 

 

2.gr. 

Tilgangur félagsins er að standa fyrir iðkun skíðaíþróttarinnar og vinna að eflingu hennar, einkum í Ísafjarðarbæ og nágrenni.   

 

3.gr. 

Þessum tilgangi hyggst félagið ná meðal annars með því að hvetja sem flesta til þátttöku, gangast fyrir mótum og stuðla að árangri afreksfólks í skíðaíþróttinni ásamt því að útbreiða þekkingu á henni eins og verða má í Ísafjarðarbæ og nágrenni. 

 

4.gr. 

Félagsmenn teljast: 

Heiðursfélagar; þeir aðilar sem gerðir hafa verið að heiðursfélögum. Heiðursfélaga má kjósa á aðalfundi, ef fram kemur um það skrifleg tillaga og sé hún samþykkt með 2/3 atkvæða fundarmanna. Aðeins þeir einstaklingar sem unnið hafa félaginum mikið gagn geta orðið heiðursfélagar. Heiðursfélagar eru gjaldfrjálsir. 

Virkir félagar: Allir þeir sem sækja æfingar hjá félaginu og þeir sem eru í stjórn félagsins eða gegna öðrum trúnaðarstörfum. 

Styrktarfélagar: Þeir sem ekki eru iðkendur en kjósa að vera félagar og styrkja félagið. 

Félagi getur hver sá orðið sem óskar þess og samþykkir að taka á sig þær skyldur er því fylgja. 

 

5.gr. 

Rétt til setu á fundum félagsins hafa allir félagsmenn.  

 

6.gr. 

Allir félagsmenn verða að virða lög og samþykktir félagsins. Brjóti einhver félagsmaður lög félagsins, eða vinnur gegn félaginu eða komi þannig fram að því sé vansæmd að, getur stjórnin vikið honum úr félaginu.  

 

7.gr. 

Greiðsla félagsgjalda skal fara fram fyrir maí mánuð ár hvert og skal upphæð þeirra ákveðin af stjórn. 

 

8.gr. 

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningum skal lokað 7 dögum fyrir aðalfund 

og þeim skilað til skoðunarmanna félagsins. 

 

9.gr. 

Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir 1. júní. Til aðalfundar skal boða með tryggum hætti og með minnst 10 daga fyrirvara. Afl atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi nema við lagabreytingar (sjá 11 gr.). Á aðalfundi skal kjósa í stjórn fjóra einstaklinga, formann skal kjósa sérstaklega, einnig skal kjósa tvo einstaklinga í varastjórn, tvo skoðunarmenn og einn til vara. 

Stjórnin skiptir með sér verkum. Sérgreinanefndir eru kosnar á aðalfundi. Stjórn getur skipað starfsnefndir hverju sinni og getur stjórn haft val um hvaða nefndir það eru og hversu margir eru í hverri nefnd. 

Sérgreinanefndir 

  • Alpagreinanefnd
  • Brettanefnd
  • Skíðagöngunefnd

 

10.gr. 

Dagskrá aðalfundar skal vera: 

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Stjórn leggur fram skoðaða reikninga félagsins.
  3. Umræður um skýrslu og reikninga.
  4. Lagabreytingar
  5. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár
  6. Önnur mál

 

11.gr. 

Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundum félagsins. Tillögum til lagabreytinga skal skila til stjórnar eigi síðar en 15. apríl ár hvert og skal í fundarboði geta þess ef lagabreytingatillaga hefur komið fram. 

Nái lagabreytingatillaga samþykki 2/3 hluta fundarmanna telst hún samþykkt. 

 

12.gr. 

Stjórn er kjörin til eins árs í senn. 

 

13.gr. 

Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkunum sem lög þessi 

setja. Hún tekur ákvarðanir um starfsemi og er ábyrg fyrir fjárreiðum og skuldbindingum 

félagsins. Stjórninni er heimilt að veðsetja eignir félagsins og taka lán fyrir þess hönd. 

Slíkir gjörningar eru gildir, séu þeir undirritaðir af stjórninni. Hún skal sjá um samskipti 

við sérsambönd, bandalög og bæjaryfirvöld. Hafa eftirlit á störfum nefnda og ganga frá 

ráðningu á starfsmönnum félagsins. 

 

  1. grein

Aukaaðalfund skal halda ef stjórn félagsins óskar þess eða ef þriðjungur eða 25 félagsmenn bera fram skriflega ósk um það við stjórnina. Aukaaðalfundur skal boðaður með sama hætti og aðalfundur sbr. 6. grein. 

 

  1. grein

Félagið verður ekki lagt niður nema með samþykki 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi og skal sá dagskrárliður vera skýrt auglýstur í aðalfundarboði. Komi til slita félagsins skal afhenda eigur þess Héraðssambandi Vestfirðinga (HSV) til varðveislu. Ef hliðstætt félag verður stofnað í Ísafjarðarbæ innan fimm ára, skulu eignir þess afhentar hinu nýja félagi. Verði ekki af stofnun nýs félags á þessum tíma skulu eignir þessar renna til HSV, sem ráðstafar þeim til uppbyggingar íþróttastarfi á sínu félagssvæði. 

 

  1. grein

Lög þessi og lagabreytingar öðlast gildi þegar þau hafa verið staðfest af HSV og stjórn ÍSÍ. 

 

Styrktaraðilar