Dalvíkingar sigursælir á fyrsta degi bikarmóts í Tungudal

Dalvíkingar sigursælir á fyrsta degi bikarmóts í Tungudal

24. mars 2024 SFI
Verðlaunahafar í flokki drengja 14-15 ára; Kári Freyr, Óskar Valdimar og Arnór Atli
Verðlaunahafar í flokki drengja 14-15 ára; Kári Freyr, Óskar Valdimar og Arnór Atli
1 af 3

Í dag fór fram bikarmót unglinga í alpagreinum í Tungudal. Keppt var í svigi og á morgun verður mótinu framhaldið og verður þá keppt í stórsvigi. Mótshald gekk eftir áætlun og stóðu keppendur sig mjög vel í þeim krefjandi aðstæðum sem allur nýji snjórinn hefur skapað í skíðabrekkunum.

Keppni hófst fyrir hádegi á flokki 14-15 ára. Sigurvegari í stúlknaflokki var Hrefna Lára Zoëga ÚÍA, í öðru sæti Ásta Kristín Þórðardóttir Ármanni og í þriðja sæti Snædís Erla Halldórsdóttir Víkingi. Í drengjaflokki sigraði Óskar Valdimar Sveinsson Dalvík, í öðru sæti Kári Freyr Orrason Ármanni og í þriðja sæti Arnór Atli Arnórsson KR.

Eftir hádegi var keppt í flokki 12-13 ára. Hjá stúlkunum sigraði Lára Elmarsdóttir Van Pelt Víkingi, í öðru sæti Silvía Mörk Kristinsdóttir Skíðafélagi Akureyrar og í þriðja sæti Eyrún Hekla Helgadóttir Dalvík. Sigurvegari í drengjaflokki var Barri Björgvinsson Dalvík, í öðru sæti Sævar Kári Kristjánsson Víkingi og í þriðja sæti Óliver Helgi Gíslason Ármanni.

Eftir keppni dagsins var verðlaunahátíð í íþróttasalnum á Austurvegi þar sem keppendum og öðrum gestum var boðið upp á tertur í tilefni þess að á árinu eru liðin 90 ár frá stofnun Skíðafélag Ísfirðinga.

Fylgjast má með stórsvigskeppni morgundagsins með lifandi tímatöku hér: Lifandi tímataka 

Styrktaraðilar