Farsæl ferð á Andrésar Andar leikana

Farsæl ferð á Andrésar Andar leikana

29. apríl 2024 SFI
Frá skrúðgöngu. Mynd: Haukur Sigurðsson
Frá skrúðgöngu. Mynd: Haukur Sigurðsson
1 af 4
Farsælli ferð á Andrésar Andar leikana, uppskeruhátíð skíðabarna, er nú lokið. Skíðafélag Ísafirðinga sendi 69 þátttakendur; 26 í alpagreinum, 38 í skíðagöngu og 5 í keppni á snjóbretti. Þátttakendur voru á aldrinum 4–15 ára, en auk þeirra voru foreldrar og systkin með í för og nutu dagana í Eyjafirðinum.
 
Dagskrá Andrésarleikanna er að mestu í föstum skorðum dagana í kringum sumardaginn fyrsta. Leikarnir hafa tekið nokkrum breytingum í áranna rás, bæði í hvaða greinum keppt er, en einnig hvaða nálgun er á keppnishluta leikanna. Aðalmarkmiðið er að hittast og njóta útiveru saman, en keppnin er eðlilegur hluti leikanna líka, því meira sem börnin stálpast. Úrslit má sjá á vef Skíðafélags Akureyrar
 
Þá gefst tækifæri til að kynnast öðrum krökkum, ferðast um landið og fara í sund.
 
Fjáröflun Skíðafélagsins sem varir stóran hluta árs stendur undir talsverðum hluta þess kostnaðar sem fellur til vegna ferðarinnar og er Skíðafélagið þakklátt fyrir þá peninga og sjálfboðaliðastörf sem tengjast því.

Styrktaraðilar