Fréttir

Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu

28. febrúar 2013

Vestfjarðarmót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu fer fram nú á laugardaginn 2.mars og hefst kl. 12:00. Krakkar 8 ára og yngri ganga sína hefðbundnu lykkju, en hjá öðrum aldursflokkum verður skiptiganga, þ.e.a.s. gengnir verða tveir hringir, sá fyrri með hefðdbundinni aðferð og sá síðari með frjálsi aðferð.

 

Verðlaunaafhending og kaffihlaðborð fyrir þátttakendur, foreldra og starfsfólk hefst kl. 16:00 á Hótel Ísafirði.

 

Vegalengdir verða sem hér segir.

 

  8 ára og yngri,   0,8 km

  9-10 ára            0,8+0,8 km

11-12 ára            1,5+1,5 km

13-14 ára            2,5+2,5 km

15-16 ára            3,75+3,75 km

17-19 ára            3,75+3,75 km

20-34 ára            3,75+3,75 km

35-49 ára            3,75+3,75 km

50+                    3,75+3,75 km

 

Athugið að keppni í flokkum 12 ára og yngri verður kláruð áður en unglingar og fullorðnir leggja af stað. Gera má ráð fyrir að flokkum 13 ára og eldri verði skipt í 3-4 ráshópa en það ræðst af fjölda þátttakenda. Vinsamlegast skráið ykkur til leikst fyrir kl. 11:30  á laugardaginn.

Nánar

Úrslit úr Vestfjarðarmóti í lengri vegalengd

24. febrúar 2013

Nú eru komin úrslit úr Vestfjarðmótinu í lengri vegalengd sem haldið var upp á Seljalandsdal í strekkingsvindi og rigningu. Erfið ganga og erfitt færi

 

Úrslitin eru hér til vinstri undir dálknum GANGA.

Nánar

Vestfjarðarmót í lengri vegalengd

19. febrúar 2013
Mynd tekin af Guðmundi Ágústssyni
Mynd tekin af Guðmundi Ágústssyni

Hið árlega Vestfjarðamót í lengri vegalengd verður haldið upp á Seljalandsdal, laugardaginn 23.febrúar

Ræst verður af stað kl. 12:00 og er um hópstart að ræða.

Skráning á staðnum lýkur kl. 11:15

13-14 ára ganga   7 km.

15-16 ára ganga  10 km.

17+ konur ganga 20 km.

17+ karlar ganga 30 km.

 

Göngustjóri er Herra Einar Ágúst Yngvason, WL Goldmaster

 

Nánar

SFÍ mót í stórsvigi

17. febrúar 2013 Hjalti Karlsson

Í dag laugardag fór fram SFÍ mót í stórsvigi. Veðrið var ögn hryssingslegt en keppendur létu sér það í léttu rúmi liggja. Raunar tóku lika þátt í mótinu hressir og hraustir göngukrakkar og var því mikið fjör í brekkunum. Krakkarnir eru þessa helgina öll saman í útilegu í skíðaskálanum í Tungudal. Úrslit má sjá undir alpagreinar hér til vinstir. Benni Hermanns var í fjallinu og tók myndir.

Nánar

Styrktaraðilar