Fréttir

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu: úrslit í skiptigöngu

23. janúar 2016 Heimir Hansson

Nú er lokið öðrum keppnisdegi á bikarmóti SKÍ í skíðagöngu á Ísafirði. Í dag var keppt í skiptigöngu og gilti gangan til Íslandsmeistaratitils í flokkum 16 ára og eldri. Sjá úrslit í meðfylgjandi skjaliÚrslit dagsins má sjá hér.

 

Nánar

Bikarmót SKI í skíðagöngu: úrslit í sprettgöngu

22. janúar 2016 Heimir Hansson

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hófst á Seljalandsdal nú undir kvöld með keppni í 1,6 km sprettgöngu. Veður og aðstæður voru með besta móti og keppendur ríflega þrjátíu talsins, frá fimm héruðum. Úrslitin má skoða hér.

Nánar

Íþróttamaður ársins: Albert og Anna María tilnefnd

18. janúar 2016 Heimir Hansson

Skíðafélag Ísfirðinga hefur tilnefnt fulltrúa sína í kjörinu um íþróttamann ársins í Ísafjarðarbæ fyrir árið 2015. Veitt eru verðlaun í tveimur flokkum, þ.e.a.s. íþróttamaður ársins og efnilegasti íþróttamaður ársins.  

 

Skíðagöngumaðurinn Albert Jónsson er tilnefndur í kjörinu um íþróttamann ársins. Albert var mjög sigursæll á nýliðnu ári, varð m.a. þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki og var valinn til að keppa fyri Íslands hönd á Ólympíudögum æskunnar, auk þess að vera valinn í U-21 úrvalslið Skíðasambands Íslands.

 

Anna María Daníelsdóttir, sem einnig keppir í skíðagöngu, er fulltrúi félagsins í kjörinu á efnilegasta íþróttamanni sveitarfélagsins. Anna María varð þrefaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki á síðasta ári, auk þess að verða bikarmeistari Skíðasambands Íslands. Þá varð hún einnig fyrst kvenna í mark í 25 km vegalengd Fossavatnsgöngunnar 2015.

 

Úrslit í kjörinu verða tilkynnt í athöfn nú síðar í mánuðinum. 

Nánar

Þrír úr SFÍ í U-21 úrvalsliði skíðagöngufólks

30. ágúst 2015 Heimir Hansson

Skíðasamband Íslands tilkynnti á dögunum val á landsliði Íslands í skíðagöngu. Líkt og undanfarin ár er A landsliðið skipað tveimur mönnum, þeim Brynjari Leó Kristinssyni frá Akureyri og Sævari Birgissyni úr Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Eins og margir muna á Sævar ágæta tengingu hingað vestur, en hann þjálfaði skíðagöngulið SFÍ fyrir fáum árum.

 

Einnig tilkynnti Skíðasambandið val á U-21 hópi, sem er úrvalslið yngra skíðagöngufólks. Í þeim hópi eru fjórir einstaklingar, þar af þrír úr SFÍ. Ísfirðingarnir í hópnum eru þeir Albert Jónsson, Dagur Benediktsson og Sigurður Arnar Hannesson. Að auki er Jónína Kristjánsdóttir frá Ólafsfirði í þessum úrvalshópi.

 

U-21 hópsins bíður skemmtilegur vetur með spennandi verkefnum. Þar ber hæst að hópurinn mun keppa á einu til tveimur FIS mótum í Noregi eða Svíþjóð, auk þess sem þau eiga möguleika á að vinna sér inn keppnisrétt á „Youth Olympic Games“ í Lillehammer.

Nánar

Steven þjálfar skíðagönguliðið í vetur

30. ágúst 2015 Heimir Hansson

Gengið hefur verið frá áframhaldandi ráðningu Steven Patric Gromatka sem þjálfara skíðagönguliðs SFÍ. Steven, sem er Bandaríkjamaður, kom til félagsins haustið 2014 og ríkir mikil ánægja með störf hans. „Það vara mikill happafengur að fá Steven til okkar. Hann er ástríðufullur þjálfari, mjög jákvæður og uppbyggilegur, nær vel til krakkanna og er góð fyrirmynd. Við lögðum því mikla áherslu á að halda honum hjá félaginu“ sagði Einar Ágúst Yngvason, formaður göngunefndar SFÍ eftir að ráðningin hafði verið staðfest.

 

Skíðagöngukrakkar 12 ára og eldri hafa æft af kappi í allt sumar undir handleiðslu Steven. Um áramótin heldur hópurinn svo væntanlega til útlanda í æfingabúðir áður en sjálf vetrarvertíðin hefst af fullum krafti.

Nánar

Styrktaraðilar