Fréttir

Unglingalandsmótið hafið

23. mars 2012

Kl. 12:00  Loksins, loksins, lyftan er komin í lag. Keppni hefst kl. 12:45 í svigi stúlkna 13-14 ára og drengir 13-14 ára verða ræstir strax á eftir stúlkunum.

Keppni í stórsvigi stúlkna 15-16 ára  hefst kl. 14:00 og piltar 15-16 ára verður startað strax á eftir stúlkunum.

 

 

kl. 11:00 Enn er seinkun og næstu fréttir kl. 11:30

 

Kl. 10:30 Enn situr allt við það sama og næstu frétta er að vænta kl. 11:00

 

Kl. 10:00 Lyfta er enn biluð og næstu fréttir koma eftir kl. 10:30

 

Unglingameistaramót Íslands (UMÍ) var sett í gærkvöldi í Ísafjarðarkirkju að viðstöddu fjölmenni.

Keppni átti að hefjast í morgun kl. 9:30 en vegna bilunar í lyftu hefur orðið að fresta starti. Nýrra frétta er að vænta kl. 10:00

Þegar mótið hefst verður byrjað á svigi stúlkna 13-14 ára og í kjölfar þeirra koma svig drengir 13-14 ára. Síðan verður stórsvig stúlkna 15-16 ára og síðan stórsvig dgregja 15-16 ára.

Eftir lok fyrri ferðar í hverjum flokki byrtist frétt með tímum keppenda. Í lok keppni verða úrslitin sett ínn á tengilinn UMÍ 2012, sem er hér til vinstri á síðunni.

Hægt er að fylgjast með lifandi tímatöku með því að smella á skeiðklukkuna neðst í hægra horninu.

Ráslistar:

Stúlkur 13-14 ára svig

Drengir 13-14 ára svig

Stúlkur 15-16 ára stórsvig

Drengir 15-16 ára stórsvig

 

Nánar

Starfsmannalisti

22. mars 2012 SFI

Hér má sjá starfsmannalista UMÍ dagana 23.-25. mars. Mæting hjá brautarstarfsmönnum og markstarfsmönnum er kl. 6 alla dagana. Kynnar mæta kl. 8:15 og aðrir starfsmenn kl. 8:30.

Nánar

SFÍ framlengir samning við Íslandsbanka

13. mars 2012

Á dögunum var undirritaður samningur milli Íslandsbanka og Skíðafélags Ísfirðinga um fjárstyrk. Íslandsbanki hefur verið einn stærsti styrktaraðili félagsins undanfarin ár og er það félaginu mikilvægt að svo verði áfram.

Nánar

Styrktaraðilar