Fréttir

Skíðafélag Ísfirðinga endurnýjar styrktarsamninga

11. desember 2025 SFI
Við undirritun samnings með Nanný Örnu framkvæmdastjóra Borea Adventures
Við undirritun samnings með Nanný Örnu framkvæmdastjóra Borea Adventures

 

Skíðafélag Ísfirðinga er í þeirri vinnu núna þessa dagana að endurnýja styrktarsamninga við sína traustu samstarfsaðila. Þessir samningar skipta félagið gríðarlega miklu máli, þar sem þeir tryggja áframhaldandi uppbyggingu félagsins og gerir félaginu kleift að halda úti metnaðarfullri starfsemi, bæta aðstöðu og efla skíðamenningu á svæðinu.

Þrátt fyrir frábæra sjálfboðaliða sem leggja til ómetanlegt starf á hverju ári, væri félagið ekki í stakk búið til að halda úti metnaðarfullri starfsemi án stuðnings styrktaraðila og erum við afar þakklát fyrir traust og stuðning fyrirtækjanna sem standa með okkur.

Fyrst til að endurnýja styrktarsamninginn var Borea Adventures og þökkum við þeim kærlega fyrir.

Nánar

Tveir Ísfirðingar valdir í FIS kamp í Oberstdorf

9. desember 2025 SFI
1 af 3

Skíðasamband Íslands hefur sent frá Ísland þrjá fulltrúa á FIS Skíðagöngu kamp í Oberstdorf í Þýskalandi dagana 7.–14. desember  en allir fulltrúarnir koma úr Skíðafélagi Ísfirðinga, sem heiður fyrir okkar fólk hér á Ísafirði.

Valin voru ungir efnilegir skíðagönguiðkendur félagsins þau Eyþór Freyr Árnason og María Sif Hlynsdóttir.  Með þeim fer þjálfarinn Gunnar Bjarni Guðmundsson, einnig úr Skíðafélagi Ísfirðinga, sem leiðir hópinn í kampinum.

FIS kampar eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu framtíðarskíðafólks og veita þátttakendum tækifæri til að æfa við toppaðstæður, fá faglega leiðsögn og æfa með jafnöldrum frá fjölda landa. Kampurinn fer fram á einum þekktasta æfingastað Evrópu, Oberstdorf, þar sem verður lögð áhersla á tæknivinnu, hraða- og þolþjálfun, fræðslu og alhliða þróun ungra skíðamanna. Þátttakendur æfa undir leiðsögn sérfræðinga FIS þar sem bæði iðkendur og þjálfari frá SFÍ fá góða þjálfun og koma heim reynslunni ríkari.

Nánar

Dagur í heimsbikar!

5. desember 2025 SFI

Dagur Benediktsson frá Skíðafélagi Ísfirðinga mun keppa á morgun í fyrsta sinn á heimsbikarmóti sem fer fram í Þrándheimi í Noregi.  

Þetta er stór stund fyrir Ísland og Dag og skíðagöngu á Íslandi en fáir íslendingar hafa áður keppt á þessu hæsta stigi í greininni.

Dagur hefur átt frábæra byrjun á tímabilinu og verður virkilega spennandi að fylgjast með honum á morgun og á sunnudaginn.  Í samtali við SKÍ segist Dagur ætla að halda í fyrsta hóp til þess að byrja með og finna síðan sitt flæði. Gefa allt í göngurnar! 

Dagskrá mótsins í Þrándheimi 6.-7.desember og hægt er að fylgjast með á NRK1 og EuroSport.

  • Laugardagur 6. desember:
    10:10 – 20 km skiptiganga (karlar)
    12:00 – 20 km skiptiganga (konur)
  • Sunnudagur 7. desember:
    08:30 – 10 km frjáls aðferð (konur)
    10:55 – 10 km frjáls aðferð (karlar)

Einnig er hægt að fylgjast með live timing hér: FIS | Trondheim (NOR) - Event Details - Coop FIS Cross-Country World Cup og horfa í beinni hér: Cross-Country - International Ski & Snowboard Federation

Áfram Dagur! 

 

Nánar

Dagur að toppa sig!

30. nóvember 2025 SFI

Keppnishelgin sem er að líða!

Dagur Benediktsson  SFÍ sem er í A-landsliðinu keppti á sænska bikarmótijnu í Boden. Hann átti þar aldeilis frábæran dag og hafnaði í 24.sæti og aðeins 18 sekúndum frá sigurvegaranum. Þetta er besti árangur Dags hingað til og gefur honum bestu punkta ferilsins eða 62.62 FIS punkta.  Hann mun þar að leiðandi færast ofar á heimslistanum. Skíðafélagið óskar Degi innilega til hamingu með frábæran árangur! 

Dagur hefur átt mjög góða byrjun á tímabilinu og greinilega haldið rétt á spilunum á undirbúningstímabilinu og lagt allt undir. Fólk hefur haft orð á metnaðinum og eljunni hjá honum á æfingum þar sem hann æfir t.d mikið einn á sumrin. Í samtali við Skíðasamband Íslands segir Dagur " Planið var að vera sókndjarfur og sjá hvert það myndi leiða. Skíðin voru ágæt en ekki þau bestu sem gerir árangurinn í raun enn sætari".

Við áttum líka fulltrúa á norska bikarmótinu í GÅLÅ en þar kepptu bæði Grétar Smári Samúelsson og Ástmar Helgi Kristinsson. Grétar Smári er í afrekshóp SKÍ og Ástmar Helgi í B-landsliði. Ásamt þeim kepptu einnig þar Kristún Guðnadóttir, Hjalti Böðvarsson og María Kristín Ólafsdóttir frá Ulli í Reykjavík og  Einar Árni Gíslason og Ævar Freyr Valbjörnsson sem keppa fyrir Skíðafélag Akureyrar.

Ísfirðingurinn Arna Sigríður Albertsdóttir var einnig að keppa í flokki hreyfihamlaðra í GÅLÅ og virkilega gaman að sá hana á skíðunum. Hún stefnir á að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikum fatlaðra í Cortina á Ítalíu og við höldum að sjálfsögðu með henni! 

Nánar

Craft með afslátt!

26. nóvember 2025 SFI

Skíðafélagið er með samning við Craft varðandi fatnað á iðkendur. Nú eru black friday tilboð og með kóðanum "black" er 20% afsláttur af öllu.  Hægt er að kaupa úlpu, nærföt og allt þar á milli. Frábærar vörur! 

Ef þið smellið á meðfylgjandi slóð þá farið þið beint inn á síðuna. Það má velja hvort fatnaðurinn sé með lógói og það má einnig bæta nafni einstaklings við. 

SKÍÐAFÉLAG ÍSFIRÐINGA – CRAFT

Nánar

Styrktaraðilar