Fréttir

Miðvikudagsmót - reglur og dagskrá

2. desember 2019 Daniel Jakobsson

Reglur miðvikudagsmótaraðar

  • Allir sem taka þátt í þremur mótum eða fleiri, fá viðurkenningu og eru dregnir út í happdrætti.
  • Úrslit í 10 ára og yngri eru birt í stafrófsröð. Útdráttarverðlaun í hverju móti.
  • Í 13 ára og eldri er stigakeppni. Það eru 10 stig fyrir sigurvegara. 9 fyrir 2 sæti o.sfrv. Maður fær 5 stig fyrir mæta og svo stig fyrir sæti.
  • Alltaf síðasta miðvikudag í mánuði nema. 11 des.

Vegalengdir og nánar um mótið má sjá hér 

Nánar

Mótaskrá 2020 - skíðaganga

2. desember 2019 Daniel Jakobsson

Mótaskrá fyrir 2020 er komin inn. 

Heimamót
Búið er að setja saman [mótaskrá ]fyrir veturinn sem sjá má hér að neðan.
Það eru bara tvær helgar sem eru heimamót á auk Fossavatnsgöngunnar. 18. janúar verður Vestfjarðarmót og svo verður 3ja daga opið mót 31-2. febrúar sem við ætlum að bjóða hinum félögunum á samhliða bikarmóti sem við höldum. Okkar eigin Andrés.
 
Miðvikudagsmót
Annars ætlum við að hafa mót síðasta miðvikudag í hverjum mánuði nema núna í des. þá verður mótið 11. des ef það verður kominn snjór. Við viljum hvetja alla til að vera með í þeim mótum. Bæði börn og foreldra. Þetta verður óformlegt og skemmtilegt.
 
Ferðir - félagsferð í Strandagönguna 7. febrúar
Svo munum við að sjálfsögðu fara með hóp á öll bikarmót, UMÍ, SMÍ og Andrésar andarleikana og einnig er fyrirhugað að fara í dagsferð í Strandagönguna á Hólmavík 7.febrúar.
Endilega skráið þessar dagsetningar hjá ykkur.
Nánar

Skíðamót Íslands, skíðagönguhluti 2019

26. mars 2019 Daniel Jakobsson

Skíðgönguhluti Skíðamóts Íslands 2019 verður haldið á Ísafirði dagana 3-6 apríl n.k. 

Búið er að setja upp vefsvæði hér á vefnum fyrir mótið sem má finna í valmynd hér að ofan.

Einnig er komin facebook síða fyrir mótið sem finna má hér

 

Nánar

Aðalfundur SFÍ

23. maí 2018 Díana

Í gær var haldinn aðalfundur Skíðafélags Ísfirðinga. Á fundinum var farið yfir skýrslu stjórnar, reikninga félagsins en jafnframt var kosið í stjórn. 


Meira Nánar

UMÍ sett á morgun

22. mars 2018 Daniel Jakobsson

Góðan dag.

Veðurhorfur miklu betri

Það er ágætis spá fyrir laugardag – mánudag. Veðrið á morgun er hinsvegar ekkert spes þannig að gefið ykkur rúman tíma í ferðalög.

Við minnum á að heiðarnar, Þröskuldar og Steingrímsfjarðarheiði eru þjónustaðar til klukkan 19. Þannig að það er fínt að vera komin yfir þær þá.

Ertu búinn að skoða uppfærða dagskrá.

Við höfum aðeins hnikað til tímasetningum. Endilega fylgist mér hér.

 

Skíðakveðja að westan.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Fyrir hönd mótsstjórnar
820 6827

Nánar

Styrktaraðilar