Lokahóf SFÍ
Við minnum á að lokahóf SFÍ fer fram í grunnskólanum á Ísafirði miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Iðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta.
NánarVið minnum á að lokahóf SFÍ fer fram í grunnskólanum á Ísafirði miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00. Iðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta.
NánarSFÍ göngunni, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið seinkað til kl. 18 á morgun. Það er hátt í 7 stiga frost á Dalnum í dag, nokkur gustur og slær upp í 20 metra í hviðum. Þessu fylgir auðvitað skafrenningur og lítið skemmtilegar aðstæður til að keppa í. Spáin fyrir miðvikudaginn er hins vegar mjög fín og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og vera með. Og munið endilega eftir kökunum!
NánarÁkveðið hefur verið að fresta SFÍ göngunni, sem fram átti að fara nú í kvöld. Það er hvasst og skafrenningur á Seljalandsdal og gera spár ráð fyrir að enn muni bæta í vind þegar líður að kvöldi. Stefnt er að því að halda mótið næstkomandi þriðjudag, 9. febrúar kl. 18:00. Þau sem búin voru að baka geta því stungið kökunum í frysti yfir helgina!!
NánarSFÍ gangan fer fram á Seljalandsdal á miðvikudaginn kl. 18. Gengið verður með hefðbundinni aðferð og verða vegalengdir sem hér segir:
Ath að stefnt er að því að nota 5 km hringinn úr Fossavatnsgöngunni ef aðstæður leyfa. Í honum er engin „Mazzabeygja“ og talsvert minna klifur en í venjulega keppnishringnum.
Skráning verður á staðnum og ekkert þátttökugjald. Fólk er beðið að mæta tímanlega til skráningar.
Eins og fyrr segir hefst gangan kl. 18 og verða aldursflokkar 11 ára og yngri kláraðir fyrst. Í þessum flokkum veður ræst með einstaklingsstarti og ekki er tímataka í flokkum 9 ára og yngri.
Í flokkum 12 ára og eldri verður hópstart, líklega í þremur ráshópum með 5 mínútna millibili.
Fólk er hvatt til að taka með sér bakkelsi og leggja í hlaðborð, sem við gæðum okkur á að göngu lokinni.
NánarNú í dag lauk bikarmóti SKÍ í skíðagöngu, sem staðið hefur síðan á föstudag. Á lokadeginum var keppt með frjálsri aðferð og voru keppendur ræstir með einstaklingsstarti. Vegna bilunar hefur reynst erfitt að birta úrslit hér á síðunni, en fólki er bent á að nálgast þau á Facebook síðunum "Skíðafélag Ísfirðinga allir iðkendur og foreldrar" eða "Umræðuhópur um skíðagöngu". Úrslitin verða svo birt hér á snjor.is um leið og hægt er.
Nánar