Fréttir

Steven þjálfar skíðagönguliðið í vetur

30. ágúst 2015 Heimir Hansson

Gengið hefur verið frá áframhaldandi ráðningu Steven Patric Gromatka sem þjálfara skíðagönguliðs SFÍ. Steven, sem er Bandaríkjamaður, kom til félagsins haustið 2014 og ríkir mikil ánægja með störf hans. „Það vara mikill happafengur að fá Steven til okkar. Hann er ástríðufullur þjálfari, mjög jákvæður og uppbyggilegur, nær vel til krakkanna og er góð fyrirmynd. Við lögðum því mikla áherslu á að halda honum hjá félaginu“ sagði Einar Ágúst Yngvason, formaður göngunefndar SFÍ eftir að ráðningin hafði verið staðfest.

 

Skíðagöngukrakkar 12 ára og eldri hafa æft af kappi í allt sumar undir handleiðslu Steven. Um áramótin heldur hópurinn svo væntanlega til útlanda í æfingabúðir áður en sjálf vetrarvertíðin hefst af fullum krafti.

Nánar

Aðalfundur SFÍ 2015

14. maí 2015 Heimir Hansson

Aðalfundur Skíðafélags Ísfirðinga fer fram í skíðaskálanum í Tungudal miðvikudaginn 27. maí nk og hefst kl. 20. Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf:

 

  • skýrsla stjórnar
  • reikningar félagsins
  • kosning stjórnar
  • önnur mál

 

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

Nánar

Skíðavikan: Breyting á dagskrá á Seljalandsdal

2. apríl 2015 Heimir Hansson

Búið er að gera svolitlar breytingar þeim hluta Skíðavikudagskrár sem fram fer á göngusvæðinu á Seljalandsdal. Breytingarnar eru þessar:

 

  • Ekki verður nein skipulögð dagskrá á Seljalandsdal á föstudaginn langa.
  • Á laugardag verður aftur á móti mikið um að vera. Þá verður furðufatadagur og kl. 13:00 hefst páskaeggjamót fyrir börn fædd 2003 og síðar. Kveikt verður upp í grillinu um svipað leyti. Að páskaeggjamótinu loknu verður svo haldið garpamót í göngu.
Nánar

Skíðablaðið 2015

28. mars 2015 Heimir Hansson

Skíðablaðið 2015 er nú að renna í gegnum prentsmiðjuna og verður tilbúið til dreifingar eftir helgina. Gert er ráð fyrir því að blaðið verði borið út á þriðjudag og miðvikudag. Það er Skíðafélag Ísfirðinga sem gefur blaðið út. Líkt og undanfarin ár verður leitað til félagsmanna um útburð á blaðinu. Nánari upplýsingar verða birtar hér á vefnum og á Facebook eftir helgina.

Nánar

Vestfjarðarmót í lengri vegalengd

25. mars 2015

Vestfjarðarmót í lengri vegalengd var haldið í blíðskaparveðri á Seljalandsdal 24/3/2015.

Úrslitin eru komin og finnur þú þau hér til vinstri undir dálknum  ´ganga´ 

Nánar

Styrktaraðilar