Fréttir

Hótelmótið í athugun kl. 11

15. mars 2015 Heimir Hansson

Það er enn svolítil óvissa varðandi Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar, sem til stendur að halda í dag. Nú er verið að skoða málin varðandi veginn upp á Seljalandsdal og almennt með veður og keppnisaðstæður þar uppfrá. Nýjar upplýsingar eru væntanlegar um eða upp úr kl. 11.

Nánar

Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar

13. mars 2015 Heimir Hansson

Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu fer fram á sunnudaginn kemur, 15. mars. Keppt verður í öllum aldursflokkum og eru vegalendir þessar:

 

9 ára og yngri:     1250 m ski-cross braut

10-11 ára:            2x1250 m ski-cross braut (mega skipta um skíði á milli hringja ef þau vilja)

12-13 ára:            2x2,5 km (1 hefðb. + 1 frjálst)

14-17 ára:            2x3,3 km (1 hefðb. + 1 frjálst)

18+:                    4x2,5 km (2 hefðb. + 2 frjálst)

 

ATH að í flokkum 12 ára og eldri er ski-cross braut fléttað inn í seinni hringinn, sem genginn er með frjálsri aðferð.

 

Keppnin hefst klukkan 12:00 og eru þátttakendur beðnir að mæta tímanlega til að skrá sig. Hótel Ísafjörður býður svo þátttakendum, starfsfólki og aðstandendum í kökuhlaðborð og verðlaunaafhendingu kl. 15:30 á sal hótelsins. 

Nánar

Bikarmót SKÍ: Lokadagur, ganga með hefðbundinni aðferð.

8. mars 2015 Heimir Hansson

Í dag lauk þriggja daga bikarmóti SKÍ á Seljalandsdal. Gengið var með hefðbundinni aðferð og má finna úrslitin undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Athugið að hægt er að skoða myndir frá keppni laugardagsins hér: http://uv39.123.is/photoalbums/270322/

 

Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendum, starfsfólki, áhorfendum og starfsmönnum skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar fyrir afar ánægjulega helgi.

Nánar

Bikarmót SKÍ: Annar dagur, lengri vegalengdir

7. mars 2015 Heimir Hansson

Í dag var annar keppnisdagur af þremur á bikarmóti SKÍ í skíðagöngu á Seljalandsdal. Gengnar voru lengri vegalengdir með frjálsri aðferð og gilti þessi ganga til Íslandsmeistaratitils í elstu flokkunum. Íslandsmeistarar í fullorðinsflokki urðu þau Guðbjörg Rós Sigurðardóttir og Steven P. Gromatka, en Sólveig María Aspelund varð Íslandsmeistari í flokki 18-20 ára kvenna. Öll eru þau úr Skíðafélagi Ísfirðinga.

 

Öll úrslit úr göngunni má finna undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Lokadagur mótsins er á morgun, sunnudag, en þá verður keppt í göngu með hefðbundinni aðferð. Fyrstu flokkar verða ræstir kl. 11.

Nánar

Bikarmót SKÍ: Fyrsti dagur, sprettganga.

6. mars 2015 Heimir Hansson

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hófst á Seljalandsdal nú í kvöld. Fyrst á dagskránni var sprettganga og var keppt aldursflokkum 12 ára og eldri. Úrslit má finna undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Á morgun, laugardag, verða svo gengnar lengri vegalengdir með frjálsri aðferð og hefst keppni klukkan 11:00.

Nánar

Styrktaraðilar