Fréttir

Bikarmót SKÍ: Lokadagur, ganga með hefðbundinni aðferð.

8. mars 2015 Heimir Hansson

Í dag lauk þriggja daga bikarmóti SKÍ á Seljalandsdal. Gengið var með hefðbundinni aðferð og má finna úrslitin undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Athugið að hægt er að skoða myndir frá keppni laugardagsins hér: http://uv39.123.is/photoalbums/270322/

 

Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendum, starfsfólki, áhorfendum og starfsmönnum skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar fyrir afar ánægjulega helgi.

Nánar

Bikarmót SKÍ: Annar dagur, lengri vegalengdir

7. mars 2015 Heimir Hansson

Í dag var annar keppnisdagur af þremur á bikarmóti SKÍ í skíðagöngu á Seljalandsdal. Gengnar voru lengri vegalengdir með frjálsri aðferð og gilti þessi ganga til Íslandsmeistaratitils í elstu flokkunum. Íslandsmeistarar í fullorðinsflokki urðu þau Guðbjörg Rós Sigurðardóttir og Steven P. Gromatka, en Sólveig María Aspelund varð Íslandsmeistari í flokki 18-20 ára kvenna. Öll eru þau úr Skíðafélagi Ísfirðinga.

 

Öll úrslit úr göngunni má finna undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Lokadagur mótsins er á morgun, sunnudag, en þá verður keppt í göngu með hefðbundinni aðferð. Fyrstu flokkar verða ræstir kl. 11.

Nánar

Bikarmót SKÍ: Fyrsti dagur, sprettganga.

6. mars 2015 Heimir Hansson

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hófst á Seljalandsdal nú í kvöld. Fyrst á dagskránni var sprettganga og var keppt aldursflokkum 12 ára og eldri. Úrslit má finna undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.

 

Á morgun, laugardag, verða svo gengnar lengri vegalengdir með frjálsri aðferð og hefst keppni klukkan 11:00.

Nánar

Starti seinkað um klukkustund

6. mars 2015 Heimir Hansson

Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hefst í kvöld á Seljalandsdal eins og stefnt var að. Starti hefur þó verið seinkað til kl. 19. Annars mun dagskrá helgarinnar vonandi standast, en hana má sjá í fréttinni hér að neðan.

Nánar

Bikarmót í skíðagöngu

6. mars 2015 Heimir Hansson

Nú um helgina fer fram bikarmót Skíðasambans Íslands í skíðagöngu á Seljalandsdal. Keppt er í aldursflokkum 12 ára og eldri. Athygli er vakin á því að gangan á laugardag gildir sem Íslandsmót í lengri vegalengdum í aldursflokkum 16 ára og eldri.

 

Dagkrá mótsins er þessi:

 

Föstudagur 6. mars kl. 18:00:

Sprettganga (hefðbundin aðferð) 1,2 km, hópstart, allir flokkar

 

Laugardagur 7. mars kl. 11:00:

Lengri vegalengdir (frjáls aðferð), hópstart. Ath. að í aldurflokkum 16 ára og eldri gildir þessi ganga sem Íslandsmeistaramót í lengri vegalengdum.

 

Sunnudagur 8. mars kl. 11:00:

Hefðbundin aðferð, einstaklingsstart.

 

Gert er ráð fyrir fremur slæmu veðri um og upp úr hádegi í dag, en vonir standa til þess að það gangi hratt yfir og raski ekki dagskrá mótsins. Fari hins vegar svo að gera þurfi breytingar á mótahaldinu verður tilkynnt um það hér á síðunni.

 

Nánar

Styrktaraðilar