Fréttir

Þorramóti lokið

16. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Þá er seinni keppnisdegi Þorramóts lokið. Keppni gekk afar vel og astæður góðar þó svalt hafi verið. Úrslit dagsins má sjá undir alpagreinar eða hér. Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendum og starfsmönnum fyrir drengilega kepnni og góða vinnu.

Nánar

Fyrri degi þorramóts lokið

15. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Lokið er keppni í tveimur stórsvigum Þorramóts. Aðstæður voru góðar gekk keppni vel fyrir sig og lauk henni kl 16.00. Úrslit mótanna má sjá hér.

Nánar

Þorramót, bikarmót SKI í alpagreinum

11. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Á laugardaginn 15. febrúar hefst bikarmót SKI, s.k. Þorramót í alpageinum í Tungudal. Mótið er fyrir iðkendur 16. ára og eldri og verður keppt í tveimur stórsvigum á laugardag og einu svigi á sunnudaginn. Keppni hefst báða daga kl. 10.00 og verður keppt í Háubrún sem er bakkinn beint ofan skíðaskála í Tungudal og því afar skemmtilegt og auðvelt að fylgjast með keppni. Dagskrá mótsins má sjá hér.

Nánar

Frestun Púkamóts Íslandsbanka

7. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Vegna slæmrar veðurspár hefur Púkamóti Íslandsbanka verið frestað til laugardagsins 22. febrúar. Verður dagskrá mótsins með sama sniði og veður vonandi gott.

Nánar

Púkamót Íslandsbanka á skíðum

6. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Púkamót Íslandsbanka á skíðum verður haldið næstkomandi laugardag. Keppt verður bæði í göngu og í alpagreinum. Mótið er fyrir Íþróttaskóla HSV og iðkendur Skíðafélagsins upp að 13 ára aldri. Allt verður mótið með léttu yfirbragði, leikjabrautir og sprell. Keppni hefst í alpagreinum í Tungudal kl 11.00 fyrir börn í Íþróttaskóla og kl 13.00 fyrir eldri krakka. Á Seljalandsdal mun gangan hefjast kl. 12.00.

 

Að móti loknu mun Íslandsbanki bjóða öllum þátttakendum frítt í bíó.

Nánar

Styrktaraðilar