Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar 12.janúar 2014
Fundarboð
Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar verður haldinn á Hótel Ísafirði kl.17:00 sunnudaginn 12.janúar 2014.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kosningar
3. Önnur mál
Stjórnin
Nánar
Fundarboð
Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar verður haldinn á Hótel Ísafirði kl.17:00 sunnudaginn 12.janúar 2014.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kosningar
3. Önnur mál
Stjórnin
Nánar
Ákveðið hefur verið að fresta boðgöngu SFÍ sem átti að vera í dag til 14.janúar kl. 18:00
NánarÁ morgun miðvikudag 7. janúar kl 17.00 hefjast loks æfingar alpagreina í Íþróttaskóla HSV. Allir krakkar í 1.- 4. velkomnir ásamt fimm ára börnum í fylgd með foreldrum. Elín Martha Eiríksdóttir hefur umsjón með æfingum, ásamt Hafrúnu Jakobsdóttur og Regínu Sif Rúnarsdóttur.
NánarNú ættu skíðamenn að geta tekið gleði sína á nýju ári. Hryssinglegu veðri undanfarinna tveggja vikna er að slota og mikill snjór kominn á Seljalands- og Tungudal. Ljóst er að mikil vinna liggur í troðslu eftir svo mikla ofankomu og því viðbúið að nokkurn tíma taki að koma svæðunum í topp stand. Stefnir jafnvel í að svæðin verði opnuð á morgun miðvikudag með einhverjum takmörkunum þó.
NánarMótatafla alpagreina 2014 hefur litið dagsins ljós. Hún er að sjálfsögðu birt með fyrirvara um að aðstæður, veður og snjóalög verði heppileg á mótsdögum. Reynt verður að boða breytingar eins fljótt og auðið er.
Nánar