LS mótinu frestað
LS mótinu sem áætlað var að færi fram miðvikudaginn 5/2 er frestað um óákveðinn tíma. Við komum með nýja tímasetningu fljótlega
NánarLS mótinu sem áætlað var að færi fram miðvikudaginn 5/2 er frestað um óákveðinn tíma. Við komum með nýja tímasetningu fljótlega
NánarMikið fjör var í skíðaskálanum í Tungudal þegar krakkar skíðafélagsins gistu þar aðfaranótt laugardagsins. Þar voru á ferð bæði göngu- og svigskíðakrakkar, tíu, ellefu og tólf ára. Þrátt fyrir leiðindaveður var fjör í brekkum þar sem brugðið var á leik á skíðum, brettum og sleðum. Um kvöldið var svo haldin kvöldvaka með leik og sprelli. Er hætt við að einhverjir hafi farið seint að sofa í þetta sinn.
NánarÁ dögunum undirrituðu Skíðafélag Ísfirðinga og Íslandsbanki samning um áframhaldandi samstarf við uppbyggingu og eflingu skíðaíþróttarinnar í sveitarfélaginu. Íslandsbanki hefur um árabil verið helsti stuðningsaðili félagsins og með undirrituninni var staðfest að þetta farsæla samstarf mun halda áfram a.m.k. næstu tvö árin.
Viðstödd undirritunina voru þau Hallgrímur Magnús Sigurjónsson og Freygerður Ólafsdóttir frá Íslandsbanka og þær Jóhanna Oddsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir frá SFÍ.
NánarSFÍ gangan fer fram á miðvikudaginn kemur, 29. janúar. Keppt verður með hefðbundinni aðferð í öllum aldursflokkum. Mótið hefst kl. 18:00 og verða aldursflokkar 11 ára og yngri kláraðir fyrst. Strax þar á eftir klárum við flokka 12- 15 ára og loks 16 ára og eldri. Skráning fer fram á staðnum og er fólk beðið að mæta tímanlega.
Aldursflokkar og vegalengdir verða sem hér segir:
7 ára og yngri (u.þ.b. 600 m)
8-9 ára (u.þ.b. 800 m)
10-11 ára (1,5 km)
12-13 ára (2,5 km)
14-15 ára (3,75 km)
16-17 ára (7,5 km)
18-34 ára (7,5 km)
35-49 ára (7,5 km)
50+ (7,5 km)
ATH að ekki er viðhöfð tímataka í flokkum 9 ára og yngri, þ.e.a.s. hjá krökkum í íþróttaskóla HSV.
NánarÞá eru það helgarvaktirnar í sjoppuni. Sólrún ætlar að taka það að sér að skrá inn á sjoppuvaktir. Fyrstur kemur fyrstur fær. Hún telur að það sé best að hafa viðveru frá 11- 15 vegna þess að annars er erfitt að setja fólk inn í starfið. Verið nú endilega dugleg að skrá ykkur því annars fáið þið upphringingu frá mér (Jóhanna) eða verðið sett á einhvern dag.
Síminn hjá Sólrúnu er 861-5260 og netfangið er solrun@snerpa.is .
Þið þurfið ekki að mikla þetta fyrir ykkur. Þetta er ekki leiðinlegt og þegar allt kemur til alls er einn dagur ekkert mál.
Kv Jóhanna
Nánar