Fréttir

Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar 1.mars 2015

25. febrúar 2015

Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar verður haldin á Hótel Ísafirði,

sunnudaginn 1.mars kl. 17:00

 

1. Skýrsla stjórnar

2. Endurskoðaðir reikningar

3. Kosning stjórnar og formanns

4. Önnur mál.

 

Mætum öll og styrkjum góðan viðburð

Nánar

SFÍ gangan - önnur tilraun

17. febrúar 2015 Heimir Hansson

SFÍ gangan verður haldin miðvikudaginn 18. febrúar og hefst klukkan 18.00
Hefðbundin aðferð
Vegalengdir:
9 ára og yngri 0,8 km
10-11 ára 1,5 km
12-13 ára 2,5 km
14-15 ára 3,3 km
16-17 ára 6,6 km
18-34 ára 9,9 km
35-49 ára 9,9 km
50+ 9,9 km

Skráning hefst klukkan 17 og eru þátttakendur hvattir til að mæta tímanlega

Nánar

SFÍ gangan

10. febrúar 2015 Heimir Hansson

Stefnt er að því að halda fyrsta skíðagöngumót vetrarins hér á Ísafirði á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar, en þá er SFÍ gangan á dagskránni. Mótið er ætlað öllum aldursflokkum og verður gengið með hefðbundinni aðferð. Stefnt er að því að hefja leik kl. 18:00 og er fólk beðið að mæta tímanlega til að ganga frá skráningu og fá keppnisnúmer. Yngstu aldursflokkarnir verða kláraðir fyrst. 

 

ATH: Þegar þetta er skrifað er veðurspá nokkuð óhagstæð fyrir keppnisdaginn, þar sem gert er ráð fyrir mjög miklum kulda, hugsanlega meiri en leyfilegt er að keppa í. Fólk er þvi beðið að fylgjast með á vefmiðlum og í símsvaranum 878-1512.

Nánar

Æfingagjöldin

10. febrúar 2015 Heimir Hansson

Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir því að fá að greiða æfingagjöld vetrarins og nú er loksins komið að því. Þar sem ekki náðist að senda út greiðsluseðla vegna haustæfinga í nóvember verða greiðsluseðlar vegna æfingagjalda fyrir veturinn 2014-2015 sendir út í febrúar. Verð eru sem hér segir:

 

Haustæfingar:  kr. 18.000,- fyrir 10-11 ára og 23.000,- fyrir 12 +

Voræfingar:     kr. 33.000,- fyrir 10-11 ára og 43.000,- fyrir 12+

 

Systkinaafsláttur er 15% af æfingagjöldum yngra barns.

 

Hægt er að greiða inn á seðlana í heimabanka ef ekki hentar að greiða ekki alla upphæðina í einu.

 

ATH: Í upphaflegu útgáfunni af þessari tilkynningu var farið rangt með aldursflokkaskiptinguna og er beðist velvirðingar á því.

Nánar

Skíðamarkaður

1. desember 2014

Hinn árlegi skíðamarkaður Skíðafélgs Ísfirðinga verður haldinn laugardaginn 6. desember í Neista (Landsbanka bilinu). Markaðurinn hefst klukkan 12:00 og stendur til klukkan 15:00.  Hvetjum þá sem ætla að selja hluti á markaðnum að koma snemma.

Undirritaðar sjá um framkvæmd markaðarins, en óska eftir liðsinni skíðamanna, bæði frá alpa og göngu. Þeir sem vilja leggja verkefninu lið hafi samband við Siggu Láru á netfanginu f12@simnet.is eða í síma 863 8886.

 

Kristín og Sigga Lára

Nánar

Styrktaraðilar