Starti seinkað um klukkustund
Bikarmót SKÍ í skíðagöngu hefst í kvöld á Seljalandsdal eins og stefnt var að. Starti hefur þó verið seinkað til kl. 19. Annars mun dagskrá helgarinnar vonandi standast, en hana má sjá í fréttinni hér að neðan.
NánarBikarmót SKÍ í skíðagöngu hefst í kvöld á Seljalandsdal eins og stefnt var að. Starti hefur þó verið seinkað til kl. 19. Annars mun dagskrá helgarinnar vonandi standast, en hana má sjá í fréttinni hér að neðan.
NánarNú um helgina fer fram bikarmót Skíðasambans Íslands í skíðagöngu á Seljalandsdal. Keppt er í aldursflokkum 12 ára og eldri. Athygli er vakin á því að gangan á laugardag gildir sem Íslandsmót í lengri vegalengdum í aldursflokkum 16 ára og eldri.
Dagkrá mótsins er þessi:
Föstudagur 6. mars kl. 18:00:
Sprettganga (hefðbundin aðferð) 1,2 km, hópstart, allir flokkar
Laugardagur 7. mars kl. 11:00:
Lengri vegalengdir (frjáls aðferð), hópstart. Ath. að í aldurflokkum 16 ára og eldri gildir þessi ganga sem Íslandsmeistaramót í lengri vegalengdum.
Sunnudagur 8. mars kl. 11:00:
Hefðbundin aðferð, einstaklingsstart.
Gert er ráð fyrir fremur slæmu veðri um og upp úr hádegi í dag, en vonir standa til þess að það gangi hratt yfir og raski ekki dagskrá mótsins. Fari hins vegar svo að gera þurfi breytingar á mótahaldinu verður tilkynnt um það hér á síðunni.
Nánar
Aðalfundur Fossavatnsgöngunnar verður haldin á Hótel Ísafirði,
sunnudaginn 1.mars kl. 17:00
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar
3. Kosning stjórnar og formanns
4. Önnur mál.
Mætum öll og styrkjum góðan viðburð
NánarSFÍ gangan verður haldin miðvikudaginn 18. febrúar og hefst klukkan 18.00
Hefðbundin aðferð
Vegalengdir:
9 ára og yngri 0,8 km
10-11 ára 1,5 km
12-13 ára 2,5 km
14-15 ára 3,3 km
16-17 ára 6,6 km
18-34 ára 9,9 km
35-49 ára 9,9 km
50+ 9,9 km
Skráning hefst klukkan 17 og eru þátttakendur hvattir til að mæta tímanlega
Stefnt er að því að halda fyrsta skíðagöngumót vetrarins hér á Ísafirði á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar, en þá er SFÍ gangan á dagskránni. Mótið er ætlað öllum aldursflokkum og verður gengið með hefðbundinni aðferð. Stefnt er að því að hefja leik kl. 18:00 og er fólk beðið að mæta tímanlega til að ganga frá skráningu og fá keppnisnúmer. Yngstu aldursflokkarnir verða kláraðir fyrst.
ATH: Þegar þetta er skrifað er veðurspá nokkuð óhagstæð fyrir keppnisdaginn, þar sem gert er ráð fyrir mjög miklum kulda, hugsanlega meiri en leyfilegt er að keppa í. Fólk er þvi beðið að fylgjast með á vefmiðlum og í símsvaranum 878-1512.
Nánar