Hótelmótið hefst kl. 13:00
Nú er byrjað að moka veginn upp á Seljalandsdal og troða brautir. Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar hefst kl. 13:00.
NánarNú er byrjað að moka veginn upp á Seljalandsdal og troða brautir. Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar hefst kl. 13:00.
NánarÞað er enn svolítil óvissa varðandi Vestfjarðamót Hótels Ísafjarðar, sem til stendur að halda í dag. Nú er verið að skoða málin varðandi veginn upp á Seljalandsdal og almennt með veður og keppnisaðstæður þar uppfrá. Nýjar upplýsingar eru væntanlegar um eða upp úr kl. 11.
NánarVestfjarðamót Hótels Ísafjarðar í skíðagöngu fer fram á sunnudaginn kemur, 15. mars. Keppt verður í öllum aldursflokkum og eru vegalendir þessar:
9 ára og yngri: 1250 m ski-cross braut
10-11 ára: 2x1250 m ski-cross braut (mega skipta um skíði á milli hringja ef þau vilja)
12-13 ára: 2x2,5 km (1 hefðb. + 1 frjálst)
14-17 ára: 2x3,3 km (1 hefðb. + 1 frjálst)
18+: 4x2,5 km (2 hefðb. + 2 frjálst)
ATH að í flokkum 12 ára og eldri er ski-cross braut fléttað inn í seinni hringinn, sem genginn er með frjálsri aðferð.
Keppnin hefst klukkan 12:00 og eru þátttakendur beðnir að mæta tímanlega til að skrá sig. Hótel Ísafjörður býður svo þátttakendum, starfsfólki og aðstandendum í kökuhlaðborð og verðlaunaafhendingu kl. 15:30 á sal hótelsins.
NánarÍ dag lauk þriggja daga bikarmóti SKÍ á Seljalandsdal. Gengið var með hefðbundinni aðferð og má finna úrslitin undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.
Athugið að hægt er að skoða myndir frá keppni laugardagsins hér: http://uv39.123.is/photoalbums/270322/
Skíðafélag Ísfirðinga þakkar keppendum, starfsfólki, áhorfendum og starfsmönnum skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar fyrir afar ánægjulega helgi.
NánarÍ dag var annar keppnisdagur af þremur á bikarmóti SKÍ í skíðagöngu á Seljalandsdal. Gengnar voru lengri vegalengdir með frjálsri aðferð og gilti þessi ganga til Íslandsmeistaratitils í elstu flokkunum. Íslandsmeistarar í fullorðinsflokki urðu þau Guðbjörg Rós Sigurðardóttir og Steven P. Gromatka, en Sólveig María Aspelund varð Íslandsmeistari í flokki 18-20 ára kvenna. Öll eru þau úr Skíðafélagi Ísfirðinga.
Öll úrslit úr göngunni má finna undir hlekknum „Ganga“ hér til hliðar.
Lokadagur mótsins er á morgun, sunnudag, en þá verður keppt í göngu með hefðbundinni aðferð. Fyrstu flokkar verða ræstir kl. 11.
Nánar