Fréttir

Vestfjarðamótinu frestað

28. febrúar 2014 Heimir Hansson

Ákveðið hefur verið að fresta Vestfjarðamótinu í lengri vegalengdum, sem fram átti að fara á morgun, laugardag. Ný dagsetning verður tilkynnt strax og hún hefur verið ákveðin.

Nánar

Vestfjarðamót í lengri vegalengdum

27. febrúar 2014 Heimir Hansson

Skíðagöngufólk ætlar að halda Vestfjarðamót í lengri vegalengdum á laugardaginn kemur, ef veður leyfir. Gengið verður með hefðbundinni aðferð, keppni hefst kl. 12 og er skráning á staðnum. Eingöngu verður keppt í aldursflokkum 14 ára og eldri og verða vegalengdir sem hér segir:

 

14-15 ára drengir og stúlkur: 10 km

16-17 ára drengir og stúlkur: 20 km

18-34 ára konur: 20 km

18-34 ára karlar: 30 km

35-49 ára konur: 20 km

35-49 ára karlar: 30 km

50+ konur: 20 km

50+ karlar: 30 km

Nánar

Snjóbrettaæfingar að hefjast

24. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Skíðafélag Ísfirðinga hefur ákveðið að fara atur af stað með æfingar á snjóbrettum og fyrsta æfinginn áætluð í dag kl. 17:00. Æfingarnar eru hugsaðar fyrir alla aldurshópa og er ætluninn fyrst um sinn að að sjá hver áhuginn er og hvernig skipta þarf hópum upp eftir getu einstaklinga. Skíðafélagið hefur fengið til liðs við sig vant brettafólk sem mun sjá um æfingarnar en í framhaldinu er svo stefnt að endurvakningu brettanefndar félagsins sem hefur legið í dvala í nokkur ár.

Nánar

Púkamóti Íslandsbanka enn frestað

21. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Enn og aftur eru veðurguðirnir ekki með okkur skíðamönnum í liði. Spá helgarinnar er afleit og því hefur verið ákveðið að fresta Púkamóti Íslandsbanka um óákveðin tíma. Með von um bjartari tíð og hægari vind stefnum við að því að halda mótið við fyrsta hentuga tækifæri, þ.e. þegar veðurútlit er betra og önnur verkefni bæði alpa- og göngumanna trufla ekki.

Nánar

Tvö gull og tvö silfur á Þorramóti

17. febrúar 2014 Hjalti Karlsson

Á þorramóti náði Thelma Rut Jóhannsdóttir góðum árangri í mótunum þremur. Thelma var í fyrsta sæti í báðum stórsvigunum og Rannveig Hjaltadóttir í öðru sæti í fyrra stórsvigi laugardagsins. Á sunnudegi var keppt í svigi og hafnaði Thelma Rut þar í öðru sæti.

Nánar

Styrktaraðilar